Ákærður fyrir árásina á þinghúsið og leitar hælis í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 21:30 Frá árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar. AP/Julio Cortez Bandarískur karlmaður sem ákærður er fyrir hlutdeild í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári hefur sótt um hæli í Hvíta-Rússlandi, að því er hvítrússneskir ríkisfjölmiðlar greina frá. AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því. Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
AP-fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Hvíta-Rússlandi að maðurinn, hinn 48 ára gamli Evan Neumann frá Kaliforníuríki, sé meðal annars ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann. Hann hafni hins vegar öllum ákærum á hendur sér. „Ég tel mig ekki hafa framið nokkurn glæp. Ein ákæran var afar móðgandi, hún sneri að því að ég hefði slegið lögregluþjón. Það er þvættingur,“ er haft eftir Neumann í viðtali við hvítrússneska ríkissjónvarpið. Í viðtalinu talar Neumann ensku, en það var sent út með rússneskri talsetningu. Samkvæmt dómsgögnum tók Neumann virkan þátt í óeirðunum þann 6. janúar fyrir utan þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum. Honum er gefið að sök að hafa öskrað ókvæðisorð að lögreglumönnum sem reyndu að hafa hemil á mannfjöldanum, áður en hann, ásamt fleirum, ýtti stálgirðingu á hóp lögreglumanna. Þá eru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sagðar sýna Neumann kýla tvo lögreglumenn hnefahöggum. Neumann er einn þeirra fleiri en 650 sem hafa verið ákærð fyrir hlutdeild að árásinni á þinghúsið. Fór um langan veg Í viðtalinu við hvítrússneska ríkissjónvarpið segir Neumann að honum hafi verið bætt á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu viðfangsefni hennar, þegar hann yfirgaf Bandaríkin undir því yfirskini að hann væri að fara í viðskiptaferð en Neumann rekur handtöskuframleiðslu. Hann hafi farið í ferðina í mars, og hans fyrsti viðkomustaður hafi verið Ítalía. Því næst hafi hann farið til Sviss, síðan Þýskalands, næst Póllands og loks Úkraínu, hvar hann dvaldi í nokkra mánuði. Því næst hafi hann komist yfir landamærin til Hvíta-Rússlands, með ólögmætum hætti. Þar hafi hann verið handtekinn af hvítrússneskum landamæravörðum. Í kjölfarið hafi hann sótt um hæli í landinu, sem ekki er með framsalssamning við Bandaríkin. Bandaríska sendiráðið í Hvíta-Rússlandi, sem tímabundið er staðsett í Vilníus, höfuðborg Litháens, vildi ekki tjá sig um málið þegar AP-fréttaveitan leitaði eftir því.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira