Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 14:31 Alla þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki