Conte tekur til hjá Tottenham: Langir myndbandsfundir, engar sósur og æfingar sem keyra menn út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Conte er líflegur á hliðarlínunni. EPA-EFE/NEIL HALL Antonio Conte hefur heldur betur látið til sín taka á fyrstu dögunum sem þjálfari Tottenham Hotspur. Tekið hefur verið til í mataræði leikmanna og þá var föstudagsæfingin svo erfið að menn voru örmagna. Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Conte er ekki mikið fyrir að tvínóna við hlutina og var ekki lengi að láta leikmenn vita hver fer með völdin nú hjá Tottenham. Fyrsta æfingin hans var svo erfið að menn litu út fyrir að þeir hefðu hlaupið maraþon frekar en fótboltaæfingu. Þetta passar við lýsingu ítalska varnarjaxlsins Giorgio Chiellini sem lýsti því að menn væru ekki þreyttir eftir æfingar Conte heldur svo gott sem dánir. -"Dead" #THFC players looked like they'd run marathon post-training- Conte told players after Vitesse game that handful were overweight- 75-min video analysis of the game + diet changedInside Conte's first week - w @JackPittBrooke + @JamesHorncastlehttps://t.co/yJcFtJDOCM— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) November 10, 2021 Sumir leikmanna Tottenham höfðu spilað í 3-2 sigrinum gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu. Aðeins tólf tímum síðar voru þeir mættir á á mest krefjandi æfingu félagsins síðan Mauricio Pochettino var þjálfari þess. Fyrir títtnefnda æfingu var myndbandsfundur þar sem farið var yfir leikinn gegn Vitesse. Sá fundur átti að vera 20 mínútur en endaði á að vera 75 mínútur og hófst æfingin ekki fyrr en rúmlega klukkustund eftir að hún átti að hefjast. Conte telur fullmarga leikmenn liðsins vera í yfirþyngd – allavega þegar kemur að leikmönnum á hæsta getustigi – og hefur því ákveðið að taka til í mötuneyti félagsins. Conte vill taka til hendinni.EPA-EFE/ANDREW YATES Þungur matur og samlokur að loknum æfingum heyra sögunni til. Sömu sögu er að segja af tómatsósu og mæjónesi. Ávaxtasafi verður af skornum skammti og verður matur ekki lengur eldaður upp úr olíu og smjöri. Þá vill Conte að leikmenn sínir borði meira af ávöxtum. Tottenham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 16 stig að loknum 11 leikjum. Nú er bara að bíða og sjá hvort breytingar Conte hafi tilætluð áhrif og Tottenham lyfti sér upp töfluna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira