Henry hetja Lyon | Íslensku landsliðskonurnar sátu á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 22:46 Amandine Henry skoraði sigurmark Lyon í kvöld. Manuel Queimadelos /Getty Images Báðum leikjum D-riðils Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Segja má að D-riðill sé Íslendingariðill en þar leika Lyon, Bayern München, Häcken og Benfica. Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti