Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 23:20 Arnór virðist ekki vinsæll meðal starfsliðs síns. vísir/vilhelm Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“