Andersson fær fyrstu tilraun til að mynda ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 16:15 Magdalena Andersson varð í síðustu viku leiðtogi Sænska jafnaðarmannaflokksins. EPA/Adam Ihse Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar og nýr leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, hefur fyrst leiðtoga flokka á sænska þinginu fengið stjórnarmyndunarumboð. Mynda þarf nýja ríkisstjórn eftir að Stefan Löfven sagði af sér. Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka. Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT. Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár. Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu. Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu. SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka.
Svíþjóð Tengdar fréttir Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29 Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47 Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Tveir sænskir olíuforstjórar ákærðir vegna stríðsglæpa í Súdan Sænskir saksóknarar hafa ákært tvo stjórnendur olíufyrirtækisins Lundin fyrir aðild að stríðsglæpum sem súdanski herinn framdi á árunum 1999 til 2003. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnendur fyrirtækja eru ákærðir fyrir slíka glæði frá því í Nuremberg-réttarhöldunum yfir nasistum og samverkamönnum þeirra. 11. nóvember 2021 13:29
Löfven stígur úr stóli í byrjun viku Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar mun láta af embætti í byrjun vikunnar. Þetta tilkynnti upplýsingafulltrúi hans í dag. 7. nóvember 2021 16:47
Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48