Vanhæft RÚV? Ari Tryggvason skrifar 12. nóvember 2021 11:00 Aldrei hafa fleiri smit mælst á einum degi frá upphafi faraldurs enmiðvikudaginn 10. nóvember, þ.e. 200 manns. Og það þrátt fyrir að 89% landsmanna, 12 ára og eldri séu full bólusettir. Þar að auki er verið að hamast við að koma örvunarskammti í fólk. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans sagði m.a. um leitina að bóluefni við faraldrinum í apríl á seinasta ári, að í sögulegu samhengi taki það allt að 20 árum að þróa þau, frá hugmynd til framleiðslu. Ótrúlega flókið sé að búa til bóluefni og þau séu margvísleg. Ennfremur séu margar hindranir og mikilvægt að fara ekki geyst, þau séu inngrip í ónæmiskerfið og áhrifa þeirra geti gætt víða í líkamanum. „Þegar farið er inn á óþekktar lendur má markmiðið ekki vera að taka sénsa að sitja uppi með meiri skaða en þá hagsmuni sem verið er að vernda.“ Varnaðarorð sem sannarlega áttu rétt á sér, sérstaklega þegar litið er til hins skamma tíma frá „hugmynd til framleiðslu.“ Ekki er óeðlilegt að spyrja sig hvort skaðinn sé meiri en hin svokölluðu bóluefni áttu að vernda okkur fyrir. Að auki er vert að benda á að sóttvarnirnar byggjast fyrst og fremst á tölum um fjölda einkennalausra út frá PCR-prófum. Mjög sterkar vísbendingar eru um það að einkennalausir geti ekki smitað, veirumagnið dugi ekki til þess. Það sem er óvenjulegt er að veikindi eru ekki grunnur aðgerða, heldur próf. Þetta ætti að duga til að vekja upp spurningar hjá fréttamönnum. En því miður, svo virðist ekki vera. Kveikur Þann 5. október síðastliðinn sendi Sjónvarpið út fréttaskýringarþáttinn Kveik, þar sem fjallað var um andóf hér á landi vegna Kóvið-aðgerða. Við sem stóðum að framboði Ábyrgrar framtíðar til Alþingis, erum hluti þessa hóps. Jón Ívar Einarsson læknir og prófessor við Harward háskóla, var einn viðmælenda þáttarins og skrifaði grein í kjölfarið hér í þessum miðli, þann 16. október. hér Þar segir Jón Ívar m.a. „Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna… Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður.“ Lög um Ríkisútvarpið Í lögum um Ríkisútvarpið segir m.a.: 1. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, þ.m.t. um mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. 2. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. 3. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða. 4. Kynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu. Ríkisútvarpið uppfyllir ekki skyldur sínar sem því voru settar með lögum. Í kosningabaráttu Ábyrgrar framtíðar héldum við á lofti þremur loforðum. Fyrstu tvö vörðuðu sóttvarnaraðgerðir yfirvalda. Það þriðja RÚV; að landsmenn réðu því sjálfir hvert útvarpsgjaldið rynni, til hvaða fjölmiðils eða menningarstarfsemi sem væri. Efnistök Kveiks voru ekki hlutlæg heldur hlutdræg. Lítil sem engin virðing var borin fyrir skoðunum efasemdarmanna vegna Covid-aðgerða. Þar stóð Ríkisútvarpið ekki við skyldur sínar sem, „...vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málefnum sem efst eru á baugi hverju sinni…“ Um efasemdarfólkið var fjallað sem vandamál. Sama kvöld og Kveikur fór í loftið var stutt viðtal við sóttvarnarlækni í tíufréttum Sjónvarps. Þar komst hann upp með að segja; „Ekki hægt að byggja allt á skotheldum rannsóknum. “ Upplýsingaóreiða skal það heita Fyrsti þingfundur Norðurlandaþingsins fór fram 2. nóvember síðastliðinn þar sem utanríkisráðherra Íslands sagði m.a.: „Loftslagsbreytingar og fjölþáttaógnir á borð við netárásir og upplýsingaóreiðu grafa nú undan þeim stöðugleika sem við búum við og ekkert ríki getur eitt og sér tekið á þeim áskorunum.“ Í rauninni var þetta ekki í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra tók sér orðið upplýsingaóreiða í munn. Hann notaði tækifærið á ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu þann 16. júní síðastliðinn til að minna á að meðal þeirra ógna sem þarf að sporna gegn eru upplýsingaóreiða og falsfréttir og aðeins upplýst umræða getur spornað við þeim skaða sem hlýst af þessum ógnum. Hvar er hin upplýsta umræða? Hún er því miður ekki til því faraldurinn er einnar hliðar mál. Það eru sem sagt ekki tvær hliðar á því máli. Þjóðaröryggisráð sá um það. Í fyrra vor var ákveðið af Þjóðaröryggisráði að koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmynd og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við faraldurinn og gera tillögur um aðgerðir til að sporna gegn henni. Þá þegar voru íslensk stjórnvöld í samstarfi við önnur EES-ríki hvað þetta varðar. Níu manns skipa vinnuhópinn, m.a. frá Fjölmiðlanefnd, Landlæknisembættinu, Utanríkisráðuneytinu, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Mennta- og menningarráðuneytinu. Einn nefndarmanna er blaðamaður og starfar nú hjá RÚV. Því tel ég ekki óeðlilegt að efast um hlutleysið þar. Er það ekki í höndum fólksins í landinu að dæma um hvað eru falsfréttir og hvað ekki? Á einhver nefnd á vegum Forsætisráðuneytisins að taka dómgreindina af okkur og ákveða hvað okkur er fyrir bestu? Svo sannarlega hefur verið herjað á dómgreind fólks frá upphafi þessa fárs. Er tjáningarfrelsið annars flokks mannréttindi? Þegar svo er komið að stjórnvöld þykjast ætla að koma lagi á þær upplýsingar og fréttir sem við landsmenn öflum okkur, þá er ástæða til að staldra við. Slíkt ástand hefur verið sviðsett í frægri skáldsögu frá því á fimmta áratug seinustu aldar. Við sjáum hvar sviðsmyndin er orðin raunveruleg eins og í Ástralíu. Þar má ekki lengur mótmæla á götum úti, fólk fær heimsóknir lögreglu fyrir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og missir störf sín ef það neitar sprautunum. Fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt og sem starfar nú í einhvers konar ritskoðunarnefnd innan Facebook, hefur sagt að tjáningarfrelsið teljist ekki til grundvallar mannréttinda; jú mannréttindi en verði að víkja fyrir „öðrum mannréttindum“ ef svo beri undir. Það er gömul saga og ný að réttlæta frelsisskerðingar og þar með talið tjáningarfrelsið, út frá öryggishagsmunum. Höfundur var í framboði fyrir Ábyrga framtíð við síðustu alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ábyrg framtíð Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri smit mælst á einum degi frá upphafi faraldurs enmiðvikudaginn 10. nóvember, þ.e. 200 manns. Og það þrátt fyrir að 89% landsmanna, 12 ára og eldri séu full bólusettir. Þar að auki er verið að hamast við að koma örvunarskammti í fólk. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans sagði m.a. um leitina að bóluefni við faraldrinum í apríl á seinasta ári, að í sögulegu samhengi taki það allt að 20 árum að þróa þau, frá hugmynd til framleiðslu. Ótrúlega flókið sé að búa til bóluefni og þau séu margvísleg. Ennfremur séu margar hindranir og mikilvægt að fara ekki geyst, þau séu inngrip í ónæmiskerfið og áhrifa þeirra geti gætt víða í líkamanum. „Þegar farið er inn á óþekktar lendur má markmiðið ekki vera að taka sénsa að sitja uppi með meiri skaða en þá hagsmuni sem verið er að vernda.“ Varnaðarorð sem sannarlega áttu rétt á sér, sérstaklega þegar litið er til hins skamma tíma frá „hugmynd til framleiðslu.“ Ekki er óeðlilegt að spyrja sig hvort skaðinn sé meiri en hin svokölluðu bóluefni áttu að vernda okkur fyrir. Að auki er vert að benda á að sóttvarnirnar byggjast fyrst og fremst á tölum um fjölda einkennalausra út frá PCR-prófum. Mjög sterkar vísbendingar eru um það að einkennalausir geti ekki smitað, veirumagnið dugi ekki til þess. Það sem er óvenjulegt er að veikindi eru ekki grunnur aðgerða, heldur próf. Þetta ætti að duga til að vekja upp spurningar hjá fréttamönnum. En því miður, svo virðist ekki vera. Kveikur Þann 5. október síðastliðinn sendi Sjónvarpið út fréttaskýringarþáttinn Kveik, þar sem fjallað var um andóf hér á landi vegna Kóvið-aðgerða. Við sem stóðum að framboði Ábyrgrar framtíðar til Alþingis, erum hluti þessa hóps. Jón Ívar Einarsson læknir og prófessor við Harward háskóla, var einn viðmælenda þáttarins og skrifaði grein í kjölfarið hér í þessum miðli, þann 16. október. hér Þar segir Jón Ívar m.a. „Eftir að hafa farið í þetta viðtal og svo horft á þáttinn er ljóst að Kveikur var búinn að skrifa handritið að mestu fyrirfram og svo voru viðtöl viðmælenda klippt til eins og hentaði handritinu. Síðan voru fengnir álitsgjafar með réttar skoðanir og þeir klipptir inn í til að leiðrétta hina viðmælendurna… Kveikur virðist því ekki hafa stundað rannsóknarblaðamennsku í þessu máli, heldur frekar misvísandi fréttaskýringar sem jaðra við áróður.“ Lög um Ríkisútvarpið Í lögum um Ríkisútvarpið segir m.a.: 1. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, þ.m.t. um mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. 2. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. 3. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða. 4. Kynna margbreytileika mannlífs, lífsviðhorfa og lífsskilyrða í landinu. Ríkisútvarpið uppfyllir ekki skyldur sínar sem því voru settar með lögum. Í kosningabaráttu Ábyrgrar framtíðar héldum við á lofti þremur loforðum. Fyrstu tvö vörðuðu sóttvarnaraðgerðir yfirvalda. Það þriðja RÚV; að landsmenn réðu því sjálfir hvert útvarpsgjaldið rynni, til hvaða fjölmiðils eða menningarstarfsemi sem væri. Efnistök Kveiks voru ekki hlutlæg heldur hlutdræg. Lítil sem engin virðing var borin fyrir skoðunum efasemdarmanna vegna Covid-aðgerða. Þar stóð Ríkisútvarpið ekki við skyldur sínar sem, „...vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málefnum sem efst eru á baugi hverju sinni…“ Um efasemdarfólkið var fjallað sem vandamál. Sama kvöld og Kveikur fór í loftið var stutt viðtal við sóttvarnarlækni í tíufréttum Sjónvarps. Þar komst hann upp með að segja; „Ekki hægt að byggja allt á skotheldum rannsóknum. “ Upplýsingaóreiða skal það heita Fyrsti þingfundur Norðurlandaþingsins fór fram 2. nóvember síðastliðinn þar sem utanríkisráðherra Íslands sagði m.a.: „Loftslagsbreytingar og fjölþáttaógnir á borð við netárásir og upplýsingaóreiðu grafa nú undan þeim stöðugleika sem við búum við og ekkert ríki getur eitt og sér tekið á þeim áskorunum.“ Í rauninni var þetta ekki í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra tók sér orðið upplýsingaóreiða í munn. Hann notaði tækifærið á ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu þann 16. júní síðastliðinn til að minna á að meðal þeirra ógna sem þarf að sporna gegn eru upplýsingaóreiða og falsfréttir og aðeins upplýst umræða getur spornað við þeim skaða sem hlýst af þessum ógnum. Hvar er hin upplýsta umræða? Hún er því miður ekki til því faraldurinn er einnar hliðar mál. Það eru sem sagt ekki tvær hliðar á því máli. Þjóðaröryggisráð sá um það. Í fyrra vor var ákveðið af Þjóðaröryggisráði að koma á fót vinnuhópi til að kortleggja birtingarmynd og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við faraldurinn og gera tillögur um aðgerðir til að sporna gegn henni. Þá þegar voru íslensk stjórnvöld í samstarfi við önnur EES-ríki hvað þetta varðar. Níu manns skipa vinnuhópinn, m.a. frá Fjölmiðlanefnd, Landlæknisembættinu, Utanríkisráðuneytinu, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Mennta- og menningarráðuneytinu. Einn nefndarmanna er blaðamaður og starfar nú hjá RÚV. Því tel ég ekki óeðlilegt að efast um hlutleysið þar. Er það ekki í höndum fólksins í landinu að dæma um hvað eru falsfréttir og hvað ekki? Á einhver nefnd á vegum Forsætisráðuneytisins að taka dómgreindina af okkur og ákveða hvað okkur er fyrir bestu? Svo sannarlega hefur verið herjað á dómgreind fólks frá upphafi þessa fárs. Er tjáningarfrelsið annars flokks mannréttindi? Þegar svo er komið að stjórnvöld þykjast ætla að koma lagi á þær upplýsingar og fréttir sem við landsmenn öflum okkur, þá er ástæða til að staldra við. Slíkt ástand hefur verið sviðsett í frægri skáldsögu frá því á fimmta áratug seinustu aldar. Við sjáum hvar sviðsmyndin er orðin raunveruleg eins og í Ástralíu. Þar má ekki lengur mótmæla á götum úti, fólk fær heimsóknir lögreglu fyrir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og missir störf sín ef það neitar sprautunum. Fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt og sem starfar nú í einhvers konar ritskoðunarnefnd innan Facebook, hefur sagt að tjáningarfrelsið teljist ekki til grundvallar mannréttinda; jú mannréttindi en verði að víkja fyrir „öðrum mannréttindum“ ef svo beri undir. Það er gömul saga og ný að réttlæta frelsisskerðingar og þar með talið tjáningarfrelsið, út frá öryggishagsmunum. Höfundur var í framboði fyrir Ábyrga framtíð við síðustu alþingiskosningar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun