Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2021 09:01 Björgunarsveitir hafa fjórum sinnum verið kallaðar út á síðustu sjö árum vegna drukknunar í Reynisfjöru. Vísir/Vilhelm Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. Þetta kemur fram í svari Guðbrands Arnar Arnarsonar, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu, við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fram kemur í svari Guðbrands að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í notkun hjá Landsbjörgu árið 2014. Síðan þá hafa borist ellefu útköll í flokki F1 og F2, tveimur alvarlegustu flokkum björgunarsveita, sem beint megi rekja til aðstæðna í Reynisfjöru frá árinu 2014. Sjö útköll hafa borist björgunarsveitum síðustu sjö ár úr Reynisfjöru vegna annarra slysa en andláts. Þar á meðal vegna fólks sem hefur komið sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla.Vísir/Vilhelm Fjögur útkallanna hafi verið vegna drukknana og sjö vegna annarra slysa, þar á meðal eftir að fólk kom sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla. Við þetta bætist fleiri útköll af svæðinu sem ekki tengist aðstæðum í fjörunni beint, til dæmis bílar sem séu fastir og týnt fólk, þar sem útgangspunktur sé annar en fjaran sjálf. Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Ung kínversk kona lést í Reynisfjöru í fyrradag eftir að hún barst á haf út með öldu. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu gagnrýndi landeigendur við Reynisfjöru í kjölfarið og sagði ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði við fjöruna. Málið, að hans sögn, strandi á landeigendum. Landeigendur eru síður en svo sáttir með þessa gagnrýni Jónasar og sagði Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þetta væri ekki rétt hjá Jónasi. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ sagði Halla. Fólk geri það sem það vilji og láti ekkert stoppa sig Landeigendur hafi til að mynda gert tilraunir til að koma upp ljósabúnaði á fjörunni, sem alltaf yrði logandi. Búnaðurinn hefði verið hannaður en framkvæmdin strandað hjá einhverri stofnuninni. Tók Halla það jafnframt fram að ómögulegt væri að stjórna því hvað fólk gerði, vildi fólk komast að fjörunni eða stuðlaklettunum frægu, fyndi fólk leið til að komast þangað. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla. Björgunarsveitir Slysavarnir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Tengdar fréttir Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðbrands Arnar Arnarsonar, verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu, við fyrirspurn fréttastofu um málið. Fram kemur í svari Guðbrands að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í notkun hjá Landsbjörgu árið 2014. Síðan þá hafa borist ellefu útköll í flokki F1 og F2, tveimur alvarlegustu flokkum björgunarsveita, sem beint megi rekja til aðstæðna í Reynisfjöru frá árinu 2014. Sjö útköll hafa borist björgunarsveitum síðustu sjö ár úr Reynisfjöru vegna annarra slysa en andláts. Þar á meðal vegna fólks sem hefur komið sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla.Vísir/Vilhelm Fjögur útkallanna hafi verið vegna drukknana og sjö vegna annarra slysa, þar á meðal eftir að fólk kom sér í sjálfheldu vegna sjávarfalla. Við þetta bætist fleiri útköll af svæðinu sem ekki tengist aðstæðum í fjörunni beint, til dæmis bílar sem séu fastir og týnt fólk, þar sem útgangspunktur sé annar en fjaran sjálf. Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Ung kínversk kona lést í Reynisfjöru í fyrradag eftir að hún barst á haf út með öldu. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörgu gagnrýndi landeigendur við Reynisfjöru í kjölfarið og sagði ótækt að ekki hefði enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði við fjöruna. Málið, að hans sögn, strandi á landeigendum. Landeigendur eru síður en svo sáttir með þessa gagnrýni Jónasar og sagði Halla Ólafsdóttir, einn landeigenda og rekstrarstjóri Svörtu fjörunnar í Reynisfjöru, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þetta væri ekki rétt hjá Jónasi. „Við erum boðin og búin að fara í samstarf og viljum að sjálfsögðu koma að því borði, hvernig þetta er framkvæmt og hvernig hlutirnir eru,“ sagði Halla. Fólk geri það sem það vilji og láti ekkert stoppa sig Landeigendur hafi til að mynda gert tilraunir til að koma upp ljósabúnaði á fjörunni, sem alltaf yrði logandi. Búnaðurinn hefði verið hannaður en framkvæmdin strandað hjá einhverri stofnuninni. Tók Halla það jafnframt fram að ómögulegt væri að stjórna því hvað fólk gerði, vildi fólk komast að fjörunni eða stuðlaklettunum frægu, fyndi fólk leið til að komast þangað. „Það kom bara á daginn eftir að ungi Kínverjinn fór 2016 að þá voru hérna tveir og þrír uppábúnir lögreglumenn að reyna að halda fólki frá. Ef þeir sneru sér í austur þá fór fólk vestan megin við þá en ef þeir sneru sér í vestur fór fólk austanmegin við þá. Fólk fer þangað sem það ætlar sér,“ segir Halla.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Tengdar fréttir Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Sjá meira
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39