Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:02 Karlmaðurinn sagðist glíma við húðsjúkdóm og því færi hann í ljós. Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar. Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var laugardagsmorguninn 13. júlí 2019 sem lögreglu barst tilkynning um karlmann sem væri að fróa sér fyrir utan sólbaðsstofuna. Lögregla hitti starfsmann sem lýsti því að karlmaðurinn hefði gert það beint fyrir utan glugga stofunnar, hvar hún sat við vinnu. Hún lýsti manninum og þekkti nafn hans en hann hefði verið nýkominn úr ljósatíma. Hann hefði svo yfirgefið svæðið á reiðhjóli sínu. Viðkomandi var skömmu síðar stöðvaður við Álfheima. Hann neitaði að hafa verið að fróa sér heldur hefði hann klórað sér í pungnum sökum kláða. Hann reyndist verulega ölvaður þegar hann var látinn blása. Stúlkan lýsti því að karlmaðurinn hefði verið rólegur og kurteis en þó angað af áfengi. Hann hefði starað á hana fyrir utan gluggann eftir að hann yfirgaf svæðið, sett hönd inn um buxnaklauf og viðhaft kynferðislegar hreyfingar. Það hefði staðið yfir í dágóða stund en hún reynt að hundsa hann. Eftir nokkurn tíma hefði hann tekið liminn út um klaufina. Þá hefði hún hringt á lögreglu. Á myndskeiðum úr eftirlitsmyndavélum sást hvar karlmaðurinn stóð fyrir utan sólbaðsstofuna, setti hönd inn um klaufina og kippti félaganum út. Karlmaðurinn sagðist hafa verið mjög drukkinn eftir skemmtun kvöldið áður og nýgenginn í gegnum sambandsslit. Hann hefði verið sveittur og klístraður eftir ljósatímann og því verið að hagræða pungnum. Hegðunin hefði ekki beinst gegn neinum. Hann vissi ekki hvernig það hefði gerst að limurinn hefði verið úti. Þá bætti hann við fyrir Landsrétti að hann hefði verið í slæmum félagsskap á þessum tíma og átt við áfengisvandamál að stríða. Hann hefði nú snúið við blaðinu. Bæði héraðsdómur og Landsréttur töldu sannað að karlmaðurinn hefði berað og handleikið kynfæri sín. Háttsemin hefði beinst gegn stúlkunni. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira