Utan vallar: Ljós við enda ganganna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 10:30 Alfons Sampsted, Stefán Teitur Þórðarson, Brynjar Ingi Bjarnason og Jóhann Þóror Helgason eiga framtíðina fyrir sér með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lýkur í dag undankeppni sinni fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar síðla vetrar á næsta ári. Eftir erfiða mánuði þar sem svartnættið var allsráðandi virðist loks vera ljós í enda ganganna. Ísland mætir Norður-Makedóníu í Skopje í dag. Heimamenn eiga enn möguleika á að ná öðru sæti J-riðils en það gefur af sér þátttöku í umspili fyrir HM. Með sigri hefði Rúmenía tryggt sér annað sæti riðilsins en þar stóð íslenska vörnin sig með prýði og á öðrum degi hefði liðið mögulega potað inn einu marki og unnið góðan útisigur. Byrjunarlið Íslands í Rúmeníu var í yngri kantinum. Það virðist sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu að finna réttu blönduna og með smá hjálp frá reynslumeiri mönnum gæti framtíðin verið virkilega brött. Markvarslan Áður en Arnar Þór tók við starfi landsliðsþjálfara var reiknað með að hans helsti höfuðverkur yrði að ákveða hver yrði aðalmarkvörður liðsins. Töluvert alvarlegri vandamál hafa litið dagsins ljós undanfarna mánuði en höfuðverkurinn er varðar markvörslu liðsins virðist vera liðinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, hefur staðið vaktina í síðustu þremur leikjum og staðið sig með prýði. Einn sigur, tvö jafntefli og tvívegis hefur hann haldið marki sínu hreinu. Ekki amaleg byrjun á ferli sínum með A-landsliðinu. Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson.vísir/Sigurjón Stutt er síðan Elías Rafn var varamarkvörður U-21 árs landsliðsins en hlutirnir breytast hratt í fótbolta. Sem stendur er Elías Rafn nýr aðalmarkvörður Íslands en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru eflaust á öðru máli. Varnarleikurinn á betri stað „Við vorum heilt yfir mjög ánægðir með varnarleikinn. Það er alltaf mjög jákvætt að halda hreinu. Við vorum þéttir fyrir og Rúmenar áttu mjög erfitt með að brjóta okkur niður. Þeirra besta færi í fyrri hálfleik kemur úr horni. Þegar þeir voru að ná að skapa sér eitthvað var það oftast eftir einstaklingsmistök í okkar liði,“ sagði Arnar Þór um varnarleik Íslands í síðasta leik. Alfons Sampsted stóð vaktina í hægri bakverði og þó Birkir Már Sævarsson eigi mikið hrós skilið fyrir ótrúlegan landsliðsferil þá er ljóst að Alfons er framtíðin. Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson stóðu vaktina í miðverði gegn Rúmeníu. Þó hvorugur sé að spila mikið með félagsliði sínu þessa dagana þá hefur íslenska landsliðið áður myndað öfluga heild þó menn séu ekki í leikæfingu. Hörður Björgvin Magnússon hefur verið frá vegna meiðsla.VÍSIR/VILHELM Sverrir Ingi Ingason hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en með hann fullfrískan og aðra leikmenn í betri leikæfingu er ljóst að varnarleikur Íslands mun aðeins verða betri. Þá er vinstri bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon enn frá eftir að hafa slitið hásin en þar er einnig um að ræða leikmenn sem mun koma til með að styrkja liðið. Miðsvæðið að koma til Birkir Bjarnason getur í dag orðið leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þó svo að það sé farið að hægjast á Birki er ljóst að reynsla hans vegur þungt. Hann og nafni hans í hægri bakverðinum er einnig frábærar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn og mikilvægt að hafa slíka leikmenn til taks til að kenna þeim yngri tökin. Ásamt Birki voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson á miðri miðjunni gegn Rúmeníu. Þá var Aron Elís Þrándarson loks í hóp en talið er að hann geti gefið liðinu ákveðna vigt á miðsvæðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Ianis Hagi í leik Rúmeníu og Íslands.EPA-EFE/Robert Ghement Á bekknum voru Andri Fannar Baldursson og Þórir Jóhann Helgason en sá síðarnefndi getur leyst fjölda hlutverka á vellinum. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson ekki í hópnum að þessu sinni og þó talið sé að framtíð hans með landsliðinu sé mögulega í uppnámi er ljóst að þar er leikmaður sem gæti vel nýst næstu árin. Ef til vil er þessi miðja ekki jafn heillandi og miðja gullaldarliðs landsliðsins en það tekur allt sinn tíma. Það er ástæða fyrir því að flest stórlið Evrópu voru á höttunum á eftir Ísaki Bergmanni og hann hefur verið að taka meira til sín með hverjum leiknum sem líður. Framlínan áhugaverð þó mörkin láti á sér standa Í fremstu víglínu hefur verið mikið um meiðsli en Alfreð Finnbogason er að komast af stað í Þýskalandi og það er ljóst að það býr fjöldi marka í Andra Lucas Guðjohnsen. Jón Daði Böðvarsson hefur einnig verið úti í kuldanum en finni hann sér félagslið þar sem hann fær að spila gæti vel verið að hann eigi enn framtíð með landsliðinu. Svo er spurning hvort Kolbeinn Sigþórsson geti snúið aftur í landsliðið eftir að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Albert Guðmundsson hefur minnst alþjóð á hversu góður hann er í fótbolta undanfarið.EPA-EFE/Robert Ghement Á vængjunum eru svo nokkrir af áhugaverðustu leikmönnum Íslands. Jón Dagur Þorsteinsson er hægt og rólega að stimpla sig inn sem einn af betri mönnum liðsins. Albert Guðmundsson er farinn að sýna hvað í honum býr og þá var leikmaður á borð við Arnór Ingva Traustason á bekknum gegn Rúmeníu. Ofan á þetta má bæta við að Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópnum að þessu sinni en það er spurning hvort vængmaðurinn brjóti odd af oflæti sínu og taki slaginn með liðinu í næsta verkefni. Margt má enn betur fara en miðað við þann öldudal sem liðið var í fyrir ekki svo löngu síðan gætu góð úrslit í dag farið langa leið með að koma liðinu endanlega á réttan kjöl. Það í bland við karaktera liðsins gæti verið ástæða til að líta björtum augum á framtíðina. Íslenska landsliðið þakkar stuðninginn.VÍSIR/VILHELM Fótbolti HM 2022 í Katar Utan vallar Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Ísland mætir Norður-Makedóníu í Skopje í dag. Heimamenn eiga enn möguleika á að ná öðru sæti J-riðils en það gefur af sér þátttöku í umspili fyrir HM. Með sigri hefði Rúmenía tryggt sér annað sæti riðilsins en þar stóð íslenska vörnin sig með prýði og á öðrum degi hefði liðið mögulega potað inn einu marki og unnið góðan útisigur. Byrjunarlið Íslands í Rúmeníu var í yngri kantinum. Það virðist sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu að finna réttu blönduna og með smá hjálp frá reynslumeiri mönnum gæti framtíðin verið virkilega brött. Markvarslan Áður en Arnar Þór tók við starfi landsliðsþjálfara var reiknað með að hans helsti höfuðverkur yrði að ákveða hver yrði aðalmarkvörður liðsins. Töluvert alvarlegri vandamál hafa litið dagsins ljós undanfarna mánuði en höfuðverkurinn er varðar markvörslu liðsins virðist vera liðinn. Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland í Danmörku, hefur staðið vaktina í síðustu þremur leikjum og staðið sig með prýði. Einn sigur, tvö jafntefli og tvívegis hefur hann haldið marki sínu hreinu. Ekki amaleg byrjun á ferli sínum með A-landsliðinu. Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Rúnar Alex Rúnarsson.vísir/Sigurjón Stutt er síðan Elías Rafn var varamarkvörður U-21 árs landsliðsins en hlutirnir breytast hratt í fótbolta. Sem stendur er Elías Rafn nýr aðalmarkvörður Íslands en þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Patrik Sigurður Gunnarsson eru eflaust á öðru máli. Varnarleikurinn á betri stað „Við vorum heilt yfir mjög ánægðir með varnarleikinn. Það er alltaf mjög jákvætt að halda hreinu. Við vorum þéttir fyrir og Rúmenar áttu mjög erfitt með að brjóta okkur niður. Þeirra besta færi í fyrri hálfleik kemur úr horni. Þegar þeir voru að ná að skapa sér eitthvað var það oftast eftir einstaklingsmistök í okkar liði,“ sagði Arnar Þór um varnarleik Íslands í síðasta leik. Alfons Sampsted stóð vaktina í hægri bakverði og þó Birkir Már Sævarsson eigi mikið hrós skilið fyrir ótrúlegan landsliðsferil þá er ljóst að Alfons er framtíðin. Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson stóðu vaktina í miðverði gegn Rúmeníu. Þó hvorugur sé að spila mikið með félagsliði sínu þessa dagana þá hefur íslenska landsliðið áður myndað öfluga heild þó menn séu ekki í leikæfingu. Hörður Björgvin Magnússon hefur verið frá vegna meiðsla.VÍSIR/VILHELM Sverrir Ingi Ingason hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en með hann fullfrískan og aðra leikmenn í betri leikæfingu er ljóst að varnarleikur Íslands mun aðeins verða betri. Þá er vinstri bakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon enn frá eftir að hafa slitið hásin en þar er einnig um að ræða leikmenn sem mun koma til með að styrkja liðið. Miðsvæðið að koma til Birkir Bjarnason getur í dag orðið leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi. Þó svo að það sé farið að hægjast á Birki er ljóst að reynsla hans vegur þungt. Hann og nafni hans í hægri bakverðinum er einnig frábærar fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn og mikilvægt að hafa slíka leikmenn til taks til að kenna þeim yngri tökin. Ásamt Birki voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson á miðri miðjunni gegn Rúmeníu. Þá var Aron Elís Þrándarson loks í hóp en talið er að hann geti gefið liðinu ákveðna vigt á miðsvæðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Ianis Hagi í leik Rúmeníu og Íslands.EPA-EFE/Robert Ghement Á bekknum voru Andri Fannar Baldursson og Þórir Jóhann Helgason en sá síðarnefndi getur leyst fjölda hlutverka á vellinum. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson ekki í hópnum að þessu sinni og þó talið sé að framtíð hans með landsliðinu sé mögulega í uppnámi er ljóst að þar er leikmaður sem gæti vel nýst næstu árin. Ef til vil er þessi miðja ekki jafn heillandi og miðja gullaldarliðs landsliðsins en það tekur allt sinn tíma. Það er ástæða fyrir því að flest stórlið Evrópu voru á höttunum á eftir Ísaki Bergmanni og hann hefur verið að taka meira til sín með hverjum leiknum sem líður. Framlínan áhugaverð þó mörkin láti á sér standa Í fremstu víglínu hefur verið mikið um meiðsli en Alfreð Finnbogason er að komast af stað í Þýskalandi og það er ljóst að það býr fjöldi marka í Andra Lucas Guðjohnsen. Jón Daði Böðvarsson hefur einnig verið úti í kuldanum en finni hann sér félagslið þar sem hann fær að spila gæti vel verið að hann eigi enn framtíð með landsliðinu. Svo er spurning hvort Kolbeinn Sigþórsson geti snúið aftur í landsliðið eftir að hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Albert Guðmundsson hefur minnst alþjóð á hversu góður hann er í fótbolta undanfarið.EPA-EFE/Robert Ghement Á vængjunum eru svo nokkrir af áhugaverðustu leikmönnum Íslands. Jón Dagur Þorsteinsson er hægt og rólega að stimpla sig inn sem einn af betri mönnum liðsins. Albert Guðmundsson er farinn að sýna hvað í honum býr og þá var leikmaður á borð við Arnór Ingva Traustason á bekknum gegn Rúmeníu. Ofan á þetta má bæta við að Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í hópnum að þessu sinni en það er spurning hvort vængmaðurinn brjóti odd af oflæti sínu og taki slaginn með liðinu í næsta verkefni. Margt má enn betur fara en miðað við þann öldudal sem liðið var í fyrir ekki svo löngu síðan gætu góð úrslit í dag farið langa leið með að koma liðinu endanlega á réttan kjöl. Það í bland við karaktera liðsins gæti verið ástæða til að líta björtum augum á framtíðina. Íslenska landsliðið þakkar stuðninginn.VÍSIR/VILHELM
Fótbolti HM 2022 í Katar Utan vallar Tengdar fréttir Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31 Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Arnar Þór fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu: Viljum enda þetta á mjög góðum nótum Ísland mætir Norður-Makedóníu ytra í lokaleik undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Skopje í dag. 13. nóvember 2021 12:31
Birkir um leikjametið „Sjáum til hvað gerist, þarf að spila leikinn fyrst“ Spili Birkir Bjarnason leik Íslands og Norður-Makedóníu á morgun verður hann leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann og Rúnar Kristinsson deila metinu nú með 104 leiki hvor. 13. nóvember 2021 13:15