Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands var einn þeirra sem tók þátt í minningarathöfn í Berlín í dag. Hann hélt ræðu þar sem hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að minnast voðaverka Nasista og fórnarlamba þeirra. Hann segir atburði seinni heimstyrjaldar í austur- og suðurevrópu vera að falla úr þjóðarminni Þjóðverja.
Bretar helga annan sunnudag í nóvember minningu þeirra sem fallið hafa við herþjónustu við breska heimsveldið. Athygli vakti að Elísabet önnur Bretadrottning gat ekki verið viðstödd minningarathöfn í dag þar sem hún er tognuð í baki.