Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Drew Angerer/Getty Images Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Um árabil hélt Alex Jones því fram að skotárásin á Sandy Hook skólann hafi verið sviðsett í þeim tilgangi að mynda pólitískan vilja fyrir hertari vopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í árásinni ásamt sex starfsmönnum skólans. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn Infowars. Hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Foreldrar margra barna sem dóu hafa höfðað mál gegn Jones í gegnum árin en með takmörkuðum árangri þangað til í síðasta mánuði. Þá var hann fundinn sekur í öðru álíka máli. Foreldrar barnanna segja ummæli hans hafa valdið þeim gífurlegu tilfinningalegu tjóni í gegnum árin og leitt til þess að áhorfendur Jones hafi áreitt þau lengi. Þá hefur hann verið sagður hafa hagnast á umfjöllun sinni um málið. Jones var dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart fjölskyldunum með útivistardómi þar sem hann veitti dóminum ekki þau gögn sem hann var beðinn um. Meðal annars um sönnun á fullyrðingum sínum og fjárhagsskýrslum. Líkt og í dóminum frá því í október hafa bætur ekki verið ákvarðaðar í málinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið verður það gert á næsta ári.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook. 3. maí 2019 08:25
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Útvarpsstöð samsæriskenningasmiðs lokað Stöðin hafði sent út án leyfis í að minnsta kosti fimm ár. 16. ágúst 2018 10:50