Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferðamanninum fljóta burt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2021 22:24 Reynisfjara er einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna hér á landi. Vísir/Friðrik Þór Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem fram kemur að aðstæðurnar í Reynisfjöru þegar slysið átti sér stað hafi verið einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar í Reynisfjöru síðastliðinn miðvikudag þegar tilkynning barst um að ferðamaður hafði farið í sjóinn. Aðstæður reyndust afar erfiðar til leitar og björgunar, og reyndist lítið hægt að gera þegar á hólminn var komið. „Mikið brim var á þessum tíma við ströndina og reyndist ekki óhætt að sjósetja báta til björgunar. Ljóst er að þessar aðstæður eru einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í enda gengur þjálfun þeirra út á leit og björgun,“ segir í færslu lögreglunnar. Voru aðstæður svo erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarsveitarmenn í hættu við að reyna að ná til konunnar, sem reyndist vera ungur kínverskur ferðamaður á ferð um landið. „Þarna þurfti að taka ákvörðun um að aðhafast ekki, vegna þeirrar hættu sem björgunaraðilum var búin, með þeim björgum sem tiltækar voru að öðru leiti en því að fylgjast með manneskjunni þar sem hún sást fyrst um sinn frá landinu á floti í sjónum. Engum dylst að slíkt reynir á alla sem að málinu komu.“ Liðsmenn Landhelgisgæslunnar fundu konuna í sjónum og var hún hífð um borð. Var hún flutt á heilsugæsluna í Vík þar sem hún var úrskurðuð látin. Frá því að slysið varð hefur verið tekist á um hver beri ábyrgð á að nauðsynlegur öryggisbúnaður verði settur upp. Björgunarsveitarmenn hafa sagt að það strandi á landeigendum. Einn af landeigendum í Reynisfjöru hefur hins vegar vísað því á bug. Alls hafa ellefu alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru síðustu sjö árin, þar af hafa fjórir látist. Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Björgunarsveitir Reynisfjara Tengdar fréttir Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem fram kemur að aðstæðurnar í Reynisfjöru þegar slysið átti sér stað hafi verið einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar í Reynisfjöru síðastliðinn miðvikudag þegar tilkynning barst um að ferðamaður hafði farið í sjóinn. Aðstæður reyndust afar erfiðar til leitar og björgunar, og reyndist lítið hægt að gera þegar á hólminn var komið. „Mikið brim var á þessum tíma við ströndina og reyndist ekki óhætt að sjósetja báta til björgunar. Ljóst er að þessar aðstæður eru einhverjar þær erfiðustu sem hjálparaðilar lenda í enda gengur þjálfun þeirra út á leit og björgun,“ segir í færslu lögreglunnar. Voru aðstæður svo erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarsveitarmenn í hættu við að reyna að ná til konunnar, sem reyndist vera ungur kínverskur ferðamaður á ferð um landið. „Þarna þurfti að taka ákvörðun um að aðhafast ekki, vegna þeirrar hættu sem björgunaraðilum var búin, með þeim björgum sem tiltækar voru að öðru leiti en því að fylgjast með manneskjunni þar sem hún sást fyrst um sinn frá landinu á floti í sjónum. Engum dylst að slíkt reynir á alla sem að málinu komu.“ Liðsmenn Landhelgisgæslunnar fundu konuna í sjónum og var hún hífð um borð. Var hún flutt á heilsugæsluna í Vík þar sem hún var úrskurðuð látin. Frá því að slysið varð hefur verið tekist á um hver beri ábyrgð á að nauðsynlegur öryggisbúnaður verði settur upp. Björgunarsveitarmenn hafa sagt að það strandi á landeigendum. Einn af landeigendum í Reynisfjöru hefur hins vegar vísað því á bug. Alls hafa ellefu alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru síðustu sjö árin, þar af hafa fjórir látist.
Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Björgunarsveitir Reynisfjara Tengdar fréttir Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01 Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30 Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52 Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39 Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13. nóvember 2021 09:01
Vísar ummælum björgunarsveitarmanns alfarið á bug Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 11. nóvember 2021 20:30
Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum. 11. nóvember 2021 12:52
Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. 10. nóvember 2021 16:39
Konan fannst látin í sjónum Konan sem leitað var að í sjónum við Reynisfjöru fannst látin á sjötta tímanum í dag. Hún var kínverskur ferðamaður. 10. nóvember 2021 17:49