Eric Abidal verður yfirheyrður vegna árásarinnar á Hamraoui Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2021 08:01 Eric Abidal (lengst til hægri) lyftir Evrópumeistarabikarnum 2011. getty/Shaun Botterill Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, verður yfirheyrður á næstu dögum vegna árásarinnar á Kheiru Hamraoui, leikmann Paris Saint-Germain. Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar. Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Í síðustu viku drógu tveir grímuklæddir menn Hamraoui út úr bíl fyrir utan heimili hennar í París og börðu hana með járnrörum í fæturna. Samherji Hamraouis hjá PSG, Aminata Diallo, sem var með henni í bílnum, var handtekin og yfirheyrð vegna gruns um að hafa skipulagt árásina. Henni var seinna sleppt án ákæru. Spjótin hafa beinst að fyrrverandi kærasta Hamraouis. Allavega fjórir samherjar hennar fengu símtöl frá honum þar sem hann fór ófögrum orðum um hana og sagði hana hafa eyðilagt líf hans. Nýjustu vendingarnar í málinu eru þær að Abidal verður yfirheyrður. Saksóknari greindi frá þessu í gær. Eiginkona Abidals, Hayet, gæti einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Lögreglan hefur komist að tengslum milli Hamraouis og Abidals en hún hringdi í hann um morgunin sama dag og árásin átti sér stað. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var seinna íþróttastjóri félagsins um tveggja ára skeið, meðal annars þegar Hamraoui gekk til liðs við Barcelona. Abidal var rekinn sem íþróttastjóri Barcelona eftir að karlalið félagsins tapaði 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu sumarið 2020. Hamraoui er enn að jafna sig á árásinni og var ekki með PSG þegar liðið steinlá fyrir Lyon, 6-1, í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Diallo var einnig fjarri góðu gamni en hún ku vera í miklu áfalli eftir árásina á Hamraoui og eftirmála hennar.
Franski boltinn Frakkland Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira