Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 11:51 Tunglmyrkvi sem sást yfir Reykjavík árið 2010. Vísir/Egill Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma. Geimurinn Tunglið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma.
Geimurinn Tunglið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira