Rússar staðfesta að þeir hafi skotið gamlan gervihnött Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 13:16 Geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni þurftu að leita vars í tveimur geimferjum sem liggja að henni í gærkvöldi þegar ljóst var að gervihnetti hefði verið splundrað á braut um jörðu. Myndin er af Dragon-geimferju SpaceX fyrir utan geimstöðina í apríl. AP/NASA Varnarmálaráðuneyti Rússlands staðfesti í dag að það hefði skotið á gamlan gervihnött í vopnatilraun. Það hafnar því að geimruslið sem myndaðist hafi teflt lífi geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni eða öðru gervihnöttum í hættu. Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007. Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Talið er að í það minnsta 1.500 brot hafi orðið til þess gervitungli var splundrað á lágri braut um jörðu í gær. Brotin eru á um það bil 28.000 kílómetra hraða á klukkustund og minnsta arða gæti valdið verulegu tjóni á hverju því sem á vegi hennar yrði. Bandarískir embættismenn fullyrtu í gær að Rússar hefðu verið að verki og sökuðu þá um glæfralega og óábyrga eldflaugarárás. Brotin muni skapa hættu í fleiri ár. Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, segir að geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni séu nú í fjórfalt meiri hættu vegna geimrusls en áður. Geimförum um borð í geimstöðinni var skipað að leita skjóls í tveimur geimferjum sem liggja að henni þegar ljóst var hvað hefði gerst seint í gærkvöldi. Fjórir Bandaríkjamenn, einn Þjóðverji og tveir Rússar þurftu að sitja í geimferjunum í tvær klukkustundir. Þegar þeim var hleypt aftur inn í stöðina var þeim ráðalagt að loka og opna hlera á milli hluta geimstöðvarinnar í hverri sportbraut um jörðu þegar hún fór nærri geimruslinu, á um eins og hálfs tíma fresti. Saka Bandaríkjastjórn um hræsni Rússneska varnarmálaráðuneytið staðfesti nú í dag að það hefði skotið niður gervitunglið Tselina-D sem hefur verið á braut um jörðu frá árinu 1982 og var ekki lengur í notkun. Fullyrti það aftur á móti að Bandaríkjastjórn væri fullkunnugt um að brak gervitunglsins ógnaði hvorki geimstöðvum, geimferjum eða öðrum athöfnum í geimnum. Rússnesk stjórnvöld reyna yfirleitt að bæta böl með því að benda á annað verra þegar vestræn ríki gagnrýna þau. Engin undantekning var að þessu sinni þegar Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði það „hræsni“ af Bandaríkjastjórn að saka Rússa um að spilla friði í geimnum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði sagt í yfirlýsingu að Rússar hefðu ógnað friðsamlegri geimkönnun og athöfnum annarra ríkja með glæfralegri hegðun sinni. Það gerðu þeir þrátt fyrir að segja að nafninu til mótfallnir vopnavæðingu geimsins. Bresk stjórnvöld og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa tekið undir ásakanir Bandaríkjastjórnar um að vopnabrölt Rússa hafi verið hættulegt öðrum geimförum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði að vopnatilraunin hefði einnig ógnað geimstöð Kínverja og að hún sýndi að Rússar þrói nú ný vopn. Rússar segja að þeir hafi neyðst til þess að bæta varnir sínar vegna vopnatilraun Bandaríkjanna og stofnun sérstakrar geimdeildar Bandaríkjahers í fyrra, að því er segir í frétt Reuters. Þeir hafi um árabil lagt til að vopnavæðing í geimnum verði bönnuð en að Bandaríkjastjórn og bandalagsríki hennar hafi komið í veg fyrir það á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin og Kína hafa áður skotið gervitungl en þau voru á lægri braut um jörðu en það rússneska og því líklegri til að brenna fyrr upp í lofthjúpi jarðar. NASA lét færa braut geimstöðvarinnar í síðustu viku vegna hættu sem var talin stafa af braki eftir slík tilraun Kínverja árið 2007.
Geimurinn Rússland Bandaríkin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47