Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. Ef þú stenst greiðslumat, átt fyrir útborgun og tekst í framhaldinu að standa í skilum með afborganir lána þá eykst eigið fé þitt í húsnæðinu jafnt og þétt. Líka hér á Íslandi þar sem vextir eru háir og lán verðtryggð. Þótt lánin hækki að krónutölu þá hækkar markaðsvirði eignarinnar enn þá meira. Það myndast því hjá húseigendum eign, nánast af sjálfum sér. Auðvitað er ekki til neitt lögmál í hagfræði, en það sem kemst næst því er að íbúðaverð hækkar meira en almennt verðlag. Sú hefur verið raunin áratugum saman; ekki alltaf ár frá ári því stundum dunkar húsnæðisverð, en það er fátítt og verðið jafnar sig fljótt. Second mortgage til að lifa af Húseigendur geta því tekið lán út á þetta nýja eigið fé eftir nokkur ár. Í Bandaríkjunum er þetta kallað second mortgage. Á nýfrjálshyggjutímum hefur verið algjör kjarastöðnun hjá bandarísku millistéttinni, en hún hefur bætt fjárhagsstöðu sína með því að taka lán út á vaxandi eigið fé, vegna þess að annað einkenni nýfrjálshyggjunnar er hækkandi eignaverð. Þetta er náttúrlega ekki til fyrirmyndar, en þetta gerir fólk til að lifa af innan fjármálavædds kapítalisma. Ég benti á um daginn að Félagsbústaðir ættu að gera einmitt þetta; að taka lán út á mikla eiginfjáraukningu síðustu ára og lækka leiguna hjá fátækasta fólkinu í borginni. Millistéttarfólk í Bandaríkjunum tekur second mortgage til að geta keypt menntun fyrir börnin sín, til að borga fyrir krabbameinsmeðferð eða bara til að kaupa sér dýrari bíl eða sumarhús. Fátæka fólkið í Reykjavík myndi nota second mortgage Félagsbústaða til að eiga fyrir mat út mánuðinn, eiga fyrir lyfjum og læknishjálp, eiga fyrir jólunum. Gríðarleg hækkun eiginfjár Á níu ára tímabili, frá árslokum 2012 til ársloka 2020, hækkaði eigið fé Félagsbústað á núvirði um 37.400 milljónir króna. Það er nú um 48,5% af eignum, sem er frábærlega góð staða fyrir félag sem á öruggustu veð í heimi, heimili fyrir fátækt fólk. Ef Félagsbústaðir hefðu lækkað leigu allra leigjanda sinna um 30 þús. kr. á mánuði yfir þetta tímabil væri eigið fé aðeins 8 milljörðum lægra í dag, eða 43,5 milljarðar sem eru 41% af eignum. Sem væri frábær staða fyrir Félagsbústaði. Auðvitað er betra að eiga 48,5% eigið fé en 41%. En munurinn er ekki svo mikill að það sé mikilvægara en sá stórkostlegi lífskjarabati sem það væri fyrir hátt í 3000 heimili fátækasta fólksins í borginni ef leigan yrði lækkuð um 30 þús. kr. á mánuði. 65 milljarðar í leyni Þarna erum við að leika okkur af því hver staðan væri ef Félagsbústaðir hefðu tekið rétta ákvörðun árið 2012, að deila með leigjendum sínum stórkostlegri eignamyndun og auknu veðrými. En Félagsbústaðir geta nýtt sterka stöðu sína á annan hátt. Þeir geta byggt húsnæði fyrir fólk í vanda, sem auðvitað ætti alltaf að vera frumskylda félagsins. Eðlilegt eiginfjárhlut félags á borð við Félagsbústaði, sem á besta veð í heimi, væri um 30%. Félagið gæti þá tekið á sig hrun a la 2008 án þess að lenda í teljandi vanda. Félagið gæti þá aukið eignir sínar um 65 milljarða króna án þess að bæta við eigið fé og án þess að missa eiginfjárhlutfallið niður fyrir 30% Og þar sem húsnæðisverð hefur hækkað mikið á þessu ári, hefur þetta svigrúm hækkað umtalsvert á þessu ári. Ég ætla að giska á að fjárfestingargeta Félagsbústaða á þennan mælikvarða verði um 78 milljarðar í árslok. Og hvað má gera við þetta fé? Ef reiknum með að Félagsbústaðir noti svigrúmið innan 30% eiginfjárframlag til að byggja nýjar íbúðir, þá myndu Félagsbústaðir geta byggt meira en 1900 35 m.kr. íbúðir og haft eftir sem áður frábæra eiginfjárstöðu. Ef við teljum þá þrjá milljarða sem ég var að spá að hefðu orðið til sem aukið veðrými á þessu ári bætast við 350 íbúðir til viðbótar. Þetta væri stórkostlegt framlag til að bæta húsnæðisvanda, og þar með lífskjör, fjölda fjölskyldna. Ætli það mætti ekki með þessu koma rúmlega fimm þúsund manns undir þak, þar af miklum hópi barna sem búa við fátækt vegna óheyrilegs húsnæðiskostnaðar. Þetta er álíka fjöldi og býr nú í iðnaðarhúsnæði eða öðru ósamþykktu húsnæði. Og hvers vegna gera Félagsbústaðir þetta ekki? Líklega er svarið að félaginu finnst það ekki mikilvægt. Þjáningar fólks á húsnæðismarkaði vekja bara ekki áhuga þeirra sem stýra félaginu, meirihlutanum í borginni. Honum finnst mikilvægara að fá hrós úr kauphöllinni þegar Félagsbústaðir gefa út skuldabréf um hvað eiginfjárstaðan sé traust og bréfin góð fjárfesting. Eða eitthvað. Ég get ekki ímyndað mér hvað fólki finnst mikilvægara en að losa fátækt fólk úr snörunni, sem er að sligast undan óheyrilegum húsnæðiskostnaði. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Félagsbústaðir okra á fátækum Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. Ef þú stenst greiðslumat, átt fyrir útborgun og tekst í framhaldinu að standa í skilum með afborganir lána þá eykst eigið fé þitt í húsnæðinu jafnt og þétt. Líka hér á Íslandi þar sem vextir eru háir og lán verðtryggð. Þótt lánin hækki að krónutölu þá hækkar markaðsvirði eignarinnar enn þá meira. Það myndast því hjá húseigendum eign, nánast af sjálfum sér. Auðvitað er ekki til neitt lögmál í hagfræði, en það sem kemst næst því er að íbúðaverð hækkar meira en almennt verðlag. Sú hefur verið raunin áratugum saman; ekki alltaf ár frá ári því stundum dunkar húsnæðisverð, en það er fátítt og verðið jafnar sig fljótt. Second mortgage til að lifa af Húseigendur geta því tekið lán út á þetta nýja eigið fé eftir nokkur ár. Í Bandaríkjunum er þetta kallað second mortgage. Á nýfrjálshyggjutímum hefur verið algjör kjarastöðnun hjá bandarísku millistéttinni, en hún hefur bætt fjárhagsstöðu sína með því að taka lán út á vaxandi eigið fé, vegna þess að annað einkenni nýfrjálshyggjunnar er hækkandi eignaverð. Þetta er náttúrlega ekki til fyrirmyndar, en þetta gerir fólk til að lifa af innan fjármálavædds kapítalisma. Ég benti á um daginn að Félagsbústaðir ættu að gera einmitt þetta; að taka lán út á mikla eiginfjáraukningu síðustu ára og lækka leiguna hjá fátækasta fólkinu í borginni. Millistéttarfólk í Bandaríkjunum tekur second mortgage til að geta keypt menntun fyrir börnin sín, til að borga fyrir krabbameinsmeðferð eða bara til að kaupa sér dýrari bíl eða sumarhús. Fátæka fólkið í Reykjavík myndi nota second mortgage Félagsbústaða til að eiga fyrir mat út mánuðinn, eiga fyrir lyfjum og læknishjálp, eiga fyrir jólunum. Gríðarleg hækkun eiginfjár Á níu ára tímabili, frá árslokum 2012 til ársloka 2020, hækkaði eigið fé Félagsbústað á núvirði um 37.400 milljónir króna. Það er nú um 48,5% af eignum, sem er frábærlega góð staða fyrir félag sem á öruggustu veð í heimi, heimili fyrir fátækt fólk. Ef Félagsbústaðir hefðu lækkað leigu allra leigjanda sinna um 30 þús. kr. á mánuði yfir þetta tímabil væri eigið fé aðeins 8 milljörðum lægra í dag, eða 43,5 milljarðar sem eru 41% af eignum. Sem væri frábær staða fyrir Félagsbústaði. Auðvitað er betra að eiga 48,5% eigið fé en 41%. En munurinn er ekki svo mikill að það sé mikilvægara en sá stórkostlegi lífskjarabati sem það væri fyrir hátt í 3000 heimili fátækasta fólksins í borginni ef leigan yrði lækkuð um 30 þús. kr. á mánuði. 65 milljarðar í leyni Þarna erum við að leika okkur af því hver staðan væri ef Félagsbústaðir hefðu tekið rétta ákvörðun árið 2012, að deila með leigjendum sínum stórkostlegri eignamyndun og auknu veðrými. En Félagsbústaðir geta nýtt sterka stöðu sína á annan hátt. Þeir geta byggt húsnæði fyrir fólk í vanda, sem auðvitað ætti alltaf að vera frumskylda félagsins. Eðlilegt eiginfjárhlut félags á borð við Félagsbústaði, sem á besta veð í heimi, væri um 30%. Félagið gæti þá tekið á sig hrun a la 2008 án þess að lenda í teljandi vanda. Félagið gæti þá aukið eignir sínar um 65 milljarða króna án þess að bæta við eigið fé og án þess að missa eiginfjárhlutfallið niður fyrir 30% Og þar sem húsnæðisverð hefur hækkað mikið á þessu ári, hefur þetta svigrúm hækkað umtalsvert á þessu ári. Ég ætla að giska á að fjárfestingargeta Félagsbústaða á þennan mælikvarða verði um 78 milljarðar í árslok. Og hvað má gera við þetta fé? Ef reiknum með að Félagsbústaðir noti svigrúmið innan 30% eiginfjárframlag til að byggja nýjar íbúðir, þá myndu Félagsbústaðir geta byggt meira en 1900 35 m.kr. íbúðir og haft eftir sem áður frábæra eiginfjárstöðu. Ef við teljum þá þrjá milljarða sem ég var að spá að hefðu orðið til sem aukið veðrými á þessu ári bætast við 350 íbúðir til viðbótar. Þetta væri stórkostlegt framlag til að bæta húsnæðisvanda, og þar með lífskjör, fjölda fjölskyldna. Ætli það mætti ekki með þessu koma rúmlega fimm þúsund manns undir þak, þar af miklum hópi barna sem búa við fátækt vegna óheyrilegs húsnæðiskostnaðar. Þetta er álíka fjöldi og býr nú í iðnaðarhúsnæði eða öðru ósamþykktu húsnæði. Og hvers vegna gera Félagsbústaðir þetta ekki? Líklega er svarið að félaginu finnst það ekki mikilvægt. Þjáningar fólks á húsnæðismarkaði vekja bara ekki áhuga þeirra sem stýra félaginu, meirihlutanum í borginni. Honum finnst mikilvægara að fá hrós úr kauphöllinni þegar Félagsbústaðir gefa út skuldabréf um hvað eiginfjárstaðan sé traust og bréfin góð fjárfesting. Eða eitthvað. Ég get ekki ímyndað mér hvað fólki finnst mikilvægara en að losa fátækt fólk úr snörunni, sem er að sligast undan óheyrilegum húsnæðiskostnaði. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda á Íslandi.
Félagsbústaðir okra á fátækum Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum. 10. nóvember 2021 13:00
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun