Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 23:16 Talgreinir Tiro er framúrskarandi, þótt fæstir viti af honum. Hvort sem maður er kennari, læknir eða blaðamaður, getur forritið komið að mjög góðum notum. Stöð 2 Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. „Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
„Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent