Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 20:02 Inga Sæland er fulltrúi Flokks fólksins í undirbúningskjörbréfanefnd. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20