Fyrirsjáanleg skynsemi Tómas Guðbjartsson skrifar 16. nóvember 2021 20:30 Í snúinni fimmtu bylgju Covid hefur oft verið kallað eftir fyrirsjáanleika, ekki síst frá samtökum atvinnulífsins og vissum stjórnmálamönnum. Nýlega kölluðu tveir ráðherrar eftir því að allar Covid-takmarkanir yrðu afnumdar hér á landi – allt í nafni einstaklingsfrelsis. Var óspart vísað til Dana og Norðmanna sem fyrirmynda – því þar væri lífið leikur. Ráðagóður Þórólfur fékk ómaklega gagnrýni, en hann, líkt og og undirritaður, vöruðu við afléttingum, ekki síst með viðkvæma stöðu Landspítala í huga. Til allrar hamingju voru landamæri okkar ekki opnuð upp á gátt, en því miður var látið undan miklum þrýstingi ýmissa hagsmunaaðila og öðrum takmörkunum aflétt of hratt. Afleiðingarnar blasa nú við í sögulega hárri tíðni Covid-sýkinga. Landspítali er enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans fullar upp í rjáfur og staðan bæði á smitsjúkdóma- og lungnadeild mjög þung - og þyngist daglega. Sama þróun hefur orðið í fyrirmyndarlöndunum Danmörku og Noregi, sem í skyndi hafa innleitt Covid-takmarkanir. Sunnar í álfunni hefur af illri nauðsyn þurft að grípa til mun harðari aðgerða, eins og í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Afleiðing hárrar smittíðni hér á landi endurspeglast í þeirri staðreynd að önnur ríki vara nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan og samtök atvinnurekanda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skoðanaskipti eiga vissulega rétt á sér, en ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur. Skynsemi er nefnilega merkilega fyrirsjáanleg. Höfundur er yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við læknadeild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tómas Guðbjartsson Heilbrigðismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í snúinni fimmtu bylgju Covid hefur oft verið kallað eftir fyrirsjáanleika, ekki síst frá samtökum atvinnulífsins og vissum stjórnmálamönnum. Nýlega kölluðu tveir ráðherrar eftir því að allar Covid-takmarkanir yrðu afnumdar hér á landi – allt í nafni einstaklingsfrelsis. Var óspart vísað til Dana og Norðmanna sem fyrirmynda – því þar væri lífið leikur. Ráðagóður Þórólfur fékk ómaklega gagnrýni, en hann, líkt og og undirritaður, vöruðu við afléttingum, ekki síst með viðkvæma stöðu Landspítala í huga. Til allrar hamingju voru landamæri okkar ekki opnuð upp á gátt, en því miður var látið undan miklum þrýstingi ýmissa hagsmunaaðila og öðrum takmörkunum aflétt of hratt. Afleiðingarnar blasa nú við í sögulega hárri tíðni Covid-sýkinga. Landspítali er enn og aftur kominn á hættustig, gjörgæsludeildir spítalans fullar upp í rjáfur og staðan bæði á smitsjúkdóma- og lungnadeild mjög þung - og þyngist daglega. Sama þróun hefur orðið í fyrirmyndarlöndunum Danmörku og Noregi, sem í skyndi hafa innleitt Covid-takmarkanir. Sunnar í álfunni hefur af illri nauðsyn þurft að grípa til mun harðari aðgerða, eins og í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. Afleiðing hárrar smittíðni hér á landi endurspeglast í þeirri staðreynd að önnur ríki vara nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan og samtök atvinnurekanda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð. Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skoðanaskipti eiga vissulega rétt á sér, en ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur. Skynsemi er nefnilega merkilega fyrirsjáanleg. Höfundur er yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við læknadeild HÍ.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun