Þetta segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Fréttablaðið í morgun, en sérstakt bólusetningarátak vagna faraldurs kórónuveirunnar hófst á mánudaginn.
Bólusetningarstrætó verður ekið um götur höfuðborgarsvæðisins og fólki þar boðin bólusetning. Vagninn verður staðsettur á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu á mismunandi tímum. Segir Óskar að verkefnið sé enn í þróun, en að hugsanlegt sé að vagninn yrði til dæmis staðsettur fyrir utan vinnustaði eða við verslunarmiðstöðvar.
Stjórnvöld gera ráð fyrir að boða um 160 þúsund manns um land allt í örvunarbólusetningu fyrir áramót.