Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 20:16 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ábyrgan fyrir flóttamannavandanum að landamærum Hvíta-Rússlands að Evrópusambandsríkjum. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira