Verðum að eiga betri leik en síðast Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:30 Ásmundur segir lið sitt tilbúið í stórleik morgundagsins. Vyacheslav Madiyevskyy/Getty Images Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun. Fyrir viku síðan mættust liðin í Úkraínu og gerðu markalaust jafntefli. Var það fyrsta stig Breiðabliks í keppninni eftir töp gegn París Saint-Germain og Real Madríd í fyrstu tveimur leikjum riðilsins. „Það getur verið óþægilegt þegar þú ert að mæta andstæðingi sem þú hefur aldrei mætt áður. Þá er erfitt að vega og meta styrkleika, veikleika og hvar þú átt að mæta þeim. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn, skipulag og þess háttar eftir stórt tap í leiknum þar á undan. Þeir hlutir gengu ágætlega en við vorum ekki alveg nógu ánægð með sóknarleikinn okkar. Vikan hefur snúist um hvað við getum bætt þar,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast. Ég held að aðalmunurinn sé að nú erum við á okkar heimavelli, sem við þekkjum betur. Aðalmálið er að við stefnum á sigur í þessum leik á morgun“ sagði Ásmundur að endingu. Agla María stendur yfir boltanum gegn PSG.Vísir/Vilhelm „Fínt að vera búið að mæta þeim úti og ná í stig þar, það var bara fínt. Við þurfum ekki að ferðast neitt, við erum að spila á heimavelli og eigum þar af leiðandi miklu meiri möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Agla María um leik morgundagsins. „Við þurfum meiri ró á boltann til að ná að spila honum betur. Það er mikilvægt að við náum að skora fyrsta markið. Þetta er hörkulið sem við erum að fara mæta og við þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika,“ bætti þessi öflugi leikmaður við að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Fyrir viku síðan mættust liðin í Úkraínu og gerðu markalaust jafntefli. Var það fyrsta stig Breiðabliks í keppninni eftir töp gegn París Saint-Germain og Real Madríd í fyrstu tveimur leikjum riðilsins. „Það getur verið óþægilegt þegar þú ert að mæta andstæðingi sem þú hefur aldrei mætt áður. Þá er erfitt að vega og meta styrkleika, veikleika og hvar þú átt að mæta þeim. Við lögðum mikla áherslu á varnarleikinn, skipulag og þess háttar eftir stórt tap í leiknum þar á undan. Þeir hlutir gengu ágætlega en við vorum ekki alveg nógu ánægð með sóknarleikinn okkar. Vikan hefur snúist um hvað við getum bætt þar,“ sagði Ásmundur og hélt áfram. „Allir okkar leikmenn eru leikfærir og við erum tilbúin í þetta. Við verðum að eiga betri leik en síðast. Ég held að aðalmunurinn sé að nú erum við á okkar heimavelli, sem við þekkjum betur. Aðalmálið er að við stefnum á sigur í þessum leik á morgun“ sagði Ásmundur að endingu. Agla María stendur yfir boltanum gegn PSG.Vísir/Vilhelm „Fínt að vera búið að mæta þeim úti og ná í stig þar, það var bara fínt. Við þurfum ekki að ferðast neitt, við erum að spila á heimavelli og eigum þar af leiðandi miklu meiri möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Agla María um leik morgundagsins. „Við þurfum meiri ró á boltann til að ná að spila honum betur. Það er mikilvægt að við náum að skora fyrsta markið. Þetta er hörkulið sem við erum að fara mæta og við þurfum að eiga toppleik til að eiga möguleika,“ bætti þessi öflugi leikmaður við að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira