Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:09 Muhammad Aziz og Khalil Islam árið 1966. AP Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert. Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert.
Bandaríkin Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira