Martin aftur með íslenska landsliðinu eftir meira en tveggja ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 08:45 Martin Hermannsson í leik með íslenska landsliðinu en hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum í ágúst 2019. Vísir/Bára Íslenska körfuboltalandsliðið hefur endurheimt sinn besta leikmann. Martin Hermannsson er í landsliðshópnum sem hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins í körfubolta, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Íslenska landsliðið á tvo leiki í þessum glugga sem fara fram dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllin, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er. Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu. Craig Pedersen, þjálfari íslensla liðsins og aðstoðarþjálfarar hans, hafa valið tólf manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er. Undirbúa þurfti fyrir nokkru átján manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenska hópnum koma. Martin Hermannsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan 21. ágúst 2019 eða í meira en tvö ár. Hann hefur ekki fengið leyfi frá liði sínu, Valencia, að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Martin samdi hins vegar um að það að fá að vera með í þessum nóvemberleikjum sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland enda besti körfuboltamaður Íslands í dag. Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik. Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021: Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56) Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7) Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13) Kári Jónsson · Valur (22) Kristinn Pálsson · Grindavík (23) Kristófer Acox · Valur (44) Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69) Ólafur Ólafsson · Grindavík (46) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47) Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14) Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64) - Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira