Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. Ég hef kært hann til persónuverndar og lögreglu fyrir athæfið. Sigurður Örn Hilmarsson formaður lögmannafélagsins sagði um málið í viðtali: „Mér var sjálfum mjög brugðið þegar ég las þetta í morgun og fæ ekki skilið hvernig lögmanni getur dottið í hug að birta lögregluskýrslur eða viðkvæm gögn úr sakamálarannsókn á samfélagsmiðlum“. Einnig sagði hann „Í öllu falli fæ ég ekki séð að svona lagað eigi erindi á samfélagsmiðlum...“. Þess má geta að þetta var til umfjöllunar í tvígang í fréttum Stöðvar 2 þar sem ég fékk þær upplýsingar persónulega frá fréttastofunni að gögnin úr lögregluskýrslunni minni yrðu blörruð. Ofangreind dæmi benda til þess að hegðun Sigurðar G hafi verið fordæmd af hinum ýmsu aðilum og í grein sem birtist á Vísi kemur meðal annars fram „Margir gagnrýna birtingu gagnanna í viðkvæmu máli á borð við þetta...“. Þann 2. nóvember síðastliðinn birtist aðsendur pistill á Vísi með innihaldi úr lögregluskýrslu þolanda í opnu dómsmáli. Höfundur pistilsins er Jón Baldvin Hannibalsson og greinin hans var birt viku áður en dómur var kveðinn upp og hann sýknaður. Þessi pistill minn er skrifaður í þeim tilgangi að gagnrýna fjölmiðla sem fordæmdu hegðun Sigurðar G en taka síðan þátt í aðför að þolanda í öðru ofbeldismáli með því að birta gögn úr hennar lögregluskýrslu á fréttasíðu sinni. Samkvæmt ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kemur fram að í umfjöllun um viðkvæm málefni skuli „Fréttastofan forðast að birta ... persónugreinanlegar upplýsingar“. Í pistli Jón Baldvins, þar sem hann birtir brot úr lögregluskýrslu Carmenar Jóhannsdóttur, eru persónugreinanlegar upplýsingar um vitni hennar í málinu sem Jón Baldvin nafngreinir svo síðar í pistlinum. Ég geri mér grein fyrir að þessi pistill var ekki skrifaður af blaðamanni en ritstjórnarstefnan hlýtur að eiga við um alla fréttamennsku Vísis og því ættu aðsendar greinar að falla þar undir. Það eru til fyrri dæmi um að gögnum úr sakamálum sé lekið til fjölmiðla og birtist grein eftir hæstaréttarlögfræðing þess efnis í lögmannablaðinu fyrir 16 árum síðan, eða árið 2005. Í greininni er það meðal annars gagnrýnt þegar lögregluskýrslum er lekið í fjölmiðla; „Öllu alvarlegra hlýtur þó að vera þegar upplýsingar úr lögregluskýrslum á rannsóknarstigi máls hafa ratað í fjölmiðla...“. Í byrjun þessa árs birtist frétt um að gögnum úr viðkvæmri rannsókn á starfsemi lögreglufulltrúa hafi verið lekið, þar á meðal persónugreinanlegum upplýsingum um aðra lögreglumenn og yfirmenn innan lögreglunnar úr lögregluskýrslum þeirra. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, staðfesti í fréttinni að málið væri strax komið til skoðunar hjá embættinu og litið alvarlegum augum. Í tengslum við sama mál greindi Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, frá því að það væri mjög slæmt þegar persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls sé dreift. Vert er að taka fram að þegar þessi leki átti sér stað var búið að taka málið fyrir og hafði lekinn því ekki áhrif á rannsókn málsins. Leki á lögregluskýrslum getur verið mjög skaðlegur fyrir þá sem fyrir því verða og getur haft áhrif á málið sjálft ef það er á rannsóknarstigi. Að leka persónurekjanlegum upplýsingum um brotaþola ofbeldis út frá lögregluskýrslu getur einnig stofnað viðkomandi í lífshættu. Afhverju er það litið alvarlegri augum þegar persónurekjanlegum upplýsingum úr skýrslu lögreglumanna er lekið? Ætlum við sem samfélag bara að leyfa því að gerast að lögregluskýrslum brotaþola í ofbeldismálum sé lekið á internetið og í fjölmiðla án nokkurskonar afleiðinga? Hversu mörgum lögregluskýrslum þolanda ofbeldis þarf að vera lekið áður en gripið verður til einhverskonar aðgerða? Í tilfelli Jóns Baldvins var ekki komin úrlausn í dómsmálinu þegar hann tekur ákvörðun um að leka broti úr lögregluskýrslu Carmenar í fjölmiðla. Þann 14. nóvember síðastliðinn gerði Sigurður G grein fyrir því í viðtali á Bylgjunni að hann hafi ekki enn fengið kærurnar birtar, tveimur mánuðum eftir að þær voru lagðar fram. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að áætlaður afgreiðslutími kvartana sé 9 – 15 mánuðir. Við þekkjum það vel að mál hjá lögregluyfirvöldum taka oft langan tíma en hvernig væri að taka þessi mál hraðar fyrir til að fordæma þessa hegðun? Ég velti því fyrir mér hvers vegna þolendur ofbeldis njóta ekki verndar hjá lögreglu- og persónuverndaryfirvöldum og af hverju raunin sé sú að auðvelt sé að leka lögregluskýrslum þeirra. Höfundur er meistaranemi í félagsráðgjöf og baráttukona fyrir þolendum ofbeldis og þöggunar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun