Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 11:11 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með löngum fundi. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20