Upphitun fyrir stórleikinn og næstu umferð: „Krefjandi fyrir dómarana“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2021 13:00 Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sumar með sigri á Haukum á Ásvöllum. Hart var tekist á og hart verður tekist á í kvöld. vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu að vanda vel upp fyrir komandi leiki í Olís-deild karla í handbolta og skoðuðu sérstaklega risaleik kvöldsins á milli Hauka og Vals. Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Haukar eru á toppi deildarinnar með 13 stig eftir átta leiki en Íslandsmeistarar Vals eiga leik til góða og geta auk þess komist á toppinn með sigri í kvöld. „Það verður hart tekist á. Það verður krefjandi fyrir dómarana að finna línu í þessum leik þar sem leikurinn fær að flæða en samt ekki þannig að það verði 30 tveggja mínútna brottvísanir,“ segir Ásgeir en upphitunina má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir stórleik á Hlíðarenda og 9. umferð Björgvin Páll Gústavsson mætir sínum gömlu félögum í Haukum en hann hefur farið á kostum með Val það sem af er leiktíð: „Þetta verður mjög athyglisvert. Sagan í kringum þetta allt, þar sem hann var búinn að skrifa undir hjá Val um jólin í fyrra en spilaði svo við Valsarana í úrslitaeinvíginu í sumar… þetta er mjög sérstakt og það verður gaman að sjá hvernig stemmdur hann mætir til leiks og hvort að hann man ennþá alla uppáhaldsstaði Haukanna til að skjóta á,“ segir Ásgeir. Skarð er fyrir skildi hjá Valsmönnum að ofan á fyrri forföll bætist að þeir verða án Agnars Smára Jónssonar í sóknarleiknum og Einars Þorsteins Ólafssonar í varnarleiknum. Ásgeir tippaði á tveggja marka sigur Hauka. Fleiri afar athyglisverðir leikir eru á dagskrá í 9. umferð deildarinnar sem leikin er á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjallað er um þá alla í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar hér að ofan. Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fimmtudagur 19.30 Haukar - Valur (Stöð 2 Sport) Laugardagur 16.00 HK – Stjarnan Sunnudagur 14.00 ÍBV – Selfoss (Stöð 2 Sport) 16.00 KA – Haukar (Stöð 2 Sport) 18.00 Víkingur – Grótta 18.00 FH – Fram Mánudagur 19.00 Valur - Afturelding (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn