Verðlaunum samfélagslega ábyrgð Lárus Jón Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:02 Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun