Verðlaunum samfélagslega ábyrgð Lárus Jón Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:02 Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 vírusinn er ekki nokkurri manneskju að kenna. Ástæður þess að þiggja ekki bólusetningu eru líklega jafn margar og fjölbreyttar og einstaklingarnir sem ákveða það og þeir bera fulla ábyrgð á sinni ákvörðun því bólusetning er ekki skylda á Íslandi. Á hinn bóginn eru haldgóð rök fyrir því að að bólusetja sig og bestu rökin eru þau að með bólusetningu erum við að vernda heilsu samborgara okkar auk heilsu okkar sjálfra. Með öðrum orðum, með því að þiggja bólusetningu gegn nýrri og lífshættulegri veiru sýnum við samfélagslega ábyrgð. Svo það sé ítrekað, þá ber ekkert okkar ábyrgð á Covid-19 vírusnum. Hins vegar er það ábyrgð okkar allra að þessi víruspadda skríði ekki óhindrað um samfélagið. Engum dettur í hug að andmæla aðgerðum gegn heilsuspillandi myglu í skólahúsnæði eða krefjast þess að reykingar verði leyfðar í almannarýmum eins og sjúkrahúsum og flugvélum, því við vitum að hvort tveggja, myglugró og tóbaksreykur, getur borist um loftið og skaðað þá sem síst geta varið sig. Við öll, sem samfélag, höfum sett okkur ýmsar reglur um hegðun og ábyrgð í daglegu lífi, til dæmis umferðarreglur sem banna akstur á rauðu ljósi og skylda okkur til að nota öryggisbelti og lög sem gera refsivert að meiða eða skaða fólk á nokkurn hátt. Fáum ef nokkrum dettur í hug að kalla slíkar reglur atlögu að borgaralegu frelsi. Enn og aftur, Covid-19 vírusinn er hvorki þér né mér að kenna. Átjánda nóvember 2021 voru 76% þjóðarinnar fullbólusett og hlutfall bólusettra tólf ára og eldri var 89%. Þessi umtalsverði meirihluti hefur sjálfviljugur ákveðið að hlusta á vísindaleg rök og axla þá samfélagslegu skyldu að þiggja bólusetningu, vitandi að með því er hann að vernda sig OG samborgara sína sem ekki hafa enn látið bólusetja sig. Svo það sé sagt skýrt og ákveðið: Covid-19 vírusinn er ekki óbólusettum að kenna. Sannreynd vísindaþekking segir okkur að því fleiri sem bólusetja sig því minni verði líkurnar á endurteknum smitbylgjum með mögulegum alvarlegum veikindum og jafnvel dauða og óhóflegu álagi á þau okkar sem standa á víglínunni andspænis Covid-19 vírusnum. Sem fyrr segir, þá er ekki skylda á Íslandi að láta bólusetja sig og því væri það rangt að refsa þeim sem af ótal ástæðum vilja ekki þiggja bólusetningu við lífshættulegum vírusum. Loks skal það áréttað að Covid-19 vírusinn er ekki heldur bólusettum að kenna. Því er ekkert sem mælir gegn því að umbuna þeim sem hafa ákveðið að taka á sig þessa samfélagslegu skyldu heildinni til heilla því hvert og eitt okkar tekur sjálfstæða ákvörðun um að þiggja bólusetningu eða sleppa henni. Þeir sem standa sig vel í námi og starfi eru gjarnan verðlaunaðir og því mætti kannski segja að það sé löngu tímabært að þeir sem axla samfélagslega ábyrgð, fylgja reglum, hlýða lögum og gæta sín í samskiptum við samborgara sína fái nú loksins að njóta þess. Reyndar er það ekki alveg óþekkt því til dæmis finnast tryggingafélög sem endurgreiða iðgjöld til tjónlausra og seljendur vöru og þjónustu hafa, af ómerkilegra tilefni, gefið ríflega afslætti fyrir jól og áramót. Það að umbuna einum jafngildir ekki refsingu annars. Með því að verðlauna samfélagslega ábyrgð sendum við jákvæða hvatningu til þeirra sem enn eiga eftir að ákveða sig.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun