HMAS Sydney var sökkt af herskipinu Kormoran, sem áður var flutningaskipið Steiermark, 19. nóvember 1941. Bæði skip eyðilögðust í átökunum en 318 af 399 manna áhöfn Kormoran komst lífs af.
Leit var hafin að Syndey 24. nóvember en allt sam fannst var brak úr skipinu. Eftirlifendur af Kormoran voru fluttir í fangabúðir, þar sem þeir upplýstu yfirvöld um örlög Sydney. Skipin tvö fundust ekki fyrr en 2008.

Þremur mánuðum eftir átökin skolaði björgunarbát á land á Jólaeyju. Um borð var lík. Maðurinn var klæddur í dökkbláan heilgalla, sem var orðinn upplitaður af sólinni.
Ekkert fannst á manninum sem gat hjálpað við að bera kennsl á hann og var hann jarðsettur á eyjunni. Maðurinn var kallaður „óþekkti sjómaðurinn“ og áratugum síðar voru líkamsleifar hans grafnar upp og hann jarðsettur í Ástralíu, að hermanna sið.
Nú hafa yfirvöld í Ástralíu greint frá því að búið sé að bera kennsl á manninn með erfðarannsóknum.
Thomas Welsby Clark var 20 ára þegar hann gekk í herinn og hóf störf um borð í HMAS Sydney aðeins fjórum mánuðum áður en skipið fórst. Hann var sonur auðugra foreldra og hafði fengið þjálfun sem endurskoðandi.
Tveir bræðra hans tóku einnig þátt í stríðinu.
Efðaefni úr tönnum Welsby var borið saman við eftirlifandi fjölskyldumeðlimi og þeim gert viðvart um niðurstöðurnar í síðustu viku. Hann verður heiðraður við stríðsminnisvarðan í Canberra í dag og þá verður skipt um legstein við gröfina hans.