Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2021 14:31 Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum. Atla Rafni var sem kunnugt er sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu og höfðaði mál á hendur Leikfélagi Reykjavíkur. Eftir tveggja ára baráttu fyrir dómi fékk Atli Rafn dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Landsréttur taldi að Atli Rafn hefði þurft að stefna ekki aðeins Persónuvernd heldur einnig Leikfélagi Reykjavíkur. Krafðist aðgangs að upplýsingum í vinnuskjali Atli Rafn var ósáttur við að fá ekki að vita hvað hann væri sakaður um, sem leiddi til uppsagnar. Kvartaði hann til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gegn honum. Þær var að finna í vinnuskjali Kristínar Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hluteigandi einstaklingar yrðu ekki látnir sæta því að trúnaður sem leikhússtjóri hafði heitið þeim þyrfti að víkja vegna hagsmuna Atla Rafns. Því hefði Kristínu ekki verið skylt að veita honum upplýsingarnar. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað lögmanns Atla Atli Rafn stefndi Persónuvernd vegna þessa og féll dómur í héraði í júní 2020. Úrskurður Persónuverndar var felldur úr gildi og stofnunin dæmd til að greiða Atla Rafni 950 þúsund krónur í málskostnað. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að vísa málinu frá héraðsdómi. Bendir það til þess að Landsrétti hafi fundist eitthvað athugavert við stefnuna í málinu. Uppfært klukkan 15:52 Í dómi Landsréttar, sem birtur var á vef réttarins klukkan 15:30, var rakið að ekki færi á milli mála að úrskurður sá sem Atli Rafn krefðist að felldur yrði úr gildi lyti að skyldum Leikfélags Reykjavíkur gagnvart Atla Rafni á grundvelli persónuverndarlaga. Leikfélag Reykjavíkur hefði án nokkurs vafa átt aðild að málinu hjá Persónuvernd. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði því ítrekað verið slegið föstu að þegar krafist væri ógildingar á úrlausn stjórnvalds yrðu þeir sem voru aðilar að stjórnsýslumálinu að eiga aðild að málinu fyrir dómi enda ættu þeir einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Krafa um ógildingu úrskurðar Persónuverndar hafi einkum verið rökstudd af hálfu Atla Rafns með því að niðurstaða hans fengi ekki staðist efnislega og Leikfélag Reykjavíkur bæri ríkari skyldur gagnvart Atla Rafni samkvæmt lögum um persónuvernd. Leikfélagið ætti einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þeirrar kröfu. Í því ljósi og þar sem málið var ekki höfðað gegn Leikfélagi Reykjavíkur komst Landsréttur ekki hjá því að vísa málinu frá héraðsdómi án kröfu. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Persónuvernd Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52 Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Atla Rafni var sem kunnugt er sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu og höfðaði mál á hendur Leikfélagi Reykjavíkur. Eftir tveggja ára baráttu fyrir dómi fékk Atli Rafn dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Landsréttur taldi að Atli Rafn hefði þurft að stefna ekki aðeins Persónuvernd heldur einnig Leikfélagi Reykjavíkur. Krafðist aðgangs að upplýsingum í vinnuskjali Atli Rafn var ósáttur við að fá ekki að vita hvað hann væri sakaður um, sem leiddi til uppsagnar. Kvartaði hann til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gegn honum. Þær var að finna í vinnuskjali Kristínar Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hluteigandi einstaklingar yrðu ekki látnir sæta því að trúnaður sem leikhússtjóri hafði heitið þeim þyrfti að víkja vegna hagsmuna Atla Rafns. Því hefði Kristínu ekki verið skylt að veita honum upplýsingarnar. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað lögmanns Atla Atli Rafn stefndi Persónuvernd vegna þessa og féll dómur í héraði í júní 2020. Úrskurður Persónuverndar var felldur úr gildi og stofnunin dæmd til að greiða Atla Rafni 950 þúsund krónur í málskostnað. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að vísa málinu frá héraðsdómi. Bendir það til þess að Landsrétti hafi fundist eitthvað athugavert við stefnuna í málinu. Uppfært klukkan 15:52 Í dómi Landsréttar, sem birtur var á vef réttarins klukkan 15:30, var rakið að ekki færi á milli mála að úrskurður sá sem Atli Rafn krefðist að felldur yrði úr gildi lyti að skyldum Leikfélags Reykjavíkur gagnvart Atla Rafni á grundvelli persónuverndarlaga. Leikfélag Reykjavíkur hefði án nokkurs vafa átt aðild að málinu hjá Persónuvernd. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði því ítrekað verið slegið föstu að þegar krafist væri ógildingar á úrlausn stjórnvalds yrðu þeir sem voru aðilar að stjórnsýslumálinu að eiga aðild að málinu fyrir dómi enda ættu þeir einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Krafa um ógildingu úrskurðar Persónuverndar hafi einkum verið rökstudd af hálfu Atla Rafns með því að niðurstaða hans fengi ekki staðist efnislega og Leikfélag Reykjavíkur bæri ríkari skyldur gagnvart Atla Rafni samkvæmt lögum um persónuvernd. Leikfélagið ætti einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þeirrar kröfu. Í því ljósi og þar sem málið var ekki höfðað gegn Leikfélagi Reykjavíkur komst Landsréttur ekki hjá því að vísa málinu frá héraðsdómi án kröfu.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Persónuvernd Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52 Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13
Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52
Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05
Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53