Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 10:57 Tekist er á um það hvort annar einstaklingurinn hafi átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikning þegar fólkið var í óvígðri sambúð. Getty Images Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum. Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira