Handbolti

Talaði við konu Jóa fyrir Seinni bylgju þáttinn í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson skemmtu sér og öðrum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi.
Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson skemmtu sér og öðrum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport

Það var þema í lagavalinu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og samnefnarinn var sérfræðingurinn Jóhann Gunnar Einarsson.

Það var áberandi fram eftir þætti hvað Jóhann Gunnar var ánægður með lagavalið undir svipmyndum frá leikjum níundu umferðar Olís deildar karla.

„Geggjað lag“ og „Takk fyrir strákar“ heyrðist í Jóhanni sem var ekkert að fela það hvað hann var sáttur með tónlist þáttarins.

„Það er góð tónlist sem við erum að spila hérna í kvöld en þú ert kannski ekkert búinn að átta þig á þig á þemanu hjá okkur í kvöld,“ spurði Stefán Árni.

„Eru þetta karókílögin hans Jóa,“ sagði Theódór Ingi Pálmason og það kviknaði á Jóhann.

„Þetta eru karókílögin þegar þú segir það,“ sagði Jóhann Gunnar.

Klippa: Seinni bylgjan: Lögin hans Jóhanns Gunnars

„Ég skal bara segja þér það að ég er búinn að tala við konuna þína, Jón Orra og Gunnar Þór. Þetta eru allt lög sem þú elskar og þau hafa verið í gegnum allan þáttinn,“ sagði Stefán Árni.

„Takk fyrir þessa heimavinnu,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Þetta er algjör draumur og við erum að fá bara allan skalann. Þetta er gott fyrir mig því ég er svo mikil alæta á tónlist nema þetta hip-hop sem er búið að vera í gangi hérna í þáttunum,“ sagði Jóhann.

„Ég er líka ekkert eðlilega ánægður með að sleppa við tuðið í þér inn á milli innslaga,“ sagði Theódór Ingi hlæjandi.

Það má heyra brot úr þessum lögum og hvað Jóhann Gunnar hafði að segja um uppáhaldslögin sín hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×