Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:26 Konan var dyravörður á Lebowski í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur. Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira