Leggja til að lausagöngugarður fyrir hunda verði á Klambratúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 10:35 Hundurinn þarna í bakgrunninum gæti, í náinni framtíð, fengið að hlaupa um laus á Klambratúni, annað en á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Meðal tillaga sem lagðar hafa verið fram af Reykjavíkurborg um hverfisskipulag Norðurmýrar, Holta og Hlíða er að breyta hluta af útivistarsvæðinu á Klambratúni í lausagöngugarð fyrir hunda. Enginn slíkur garður er í Reykjavík vestan Elliðaáa. Tillagan var kynnt á föstudag fyrir íbúum hverfanna en auk lausagöngugarðsins hefur verið lagt til að setja upp á Klambratúni rósagarð. Klambratún hefur í áratugi verið vinsælt útivistarsvæði meðal Reykvíkinga. Inni á svæðinu er ýmiss gróður auk stíga og bekkja en þar eru jafnframt leiksvæði fyrir börn, sparkvöllur, körfuboltavöllur og strandblakvöllur. Klambratún er þá þegar vinsælt útivistarsvæði fyrir hundaeigendur í aðliggjandi hverfum og þar má iðulega sjá hunda á vappi með eigendum sínum alla daga. Vísir greindi frá því fyrr á þessu ári að hundaeigendur hafi aldrei verið fleiri hér á landi en hundaskortur var á Íslandi fyrr á þessu ári vegna eftirspurnar. Lengi hefur það tíðkast meðal hundaeigenda í nágrenni Klambratúns að hittast alla „rauðmerkta“ daga í dagatalinu á Klambratúni á milli klukkan níu og tíu á morgnanna. Hittast þeir til að sýna sig og sjá aðra, og það sem er kannski mikilvægara, til að hundarnir þeirra fái að sýna sig og sjá aðra. Hefur það tíðkast að þeir safnist saman í skeifunni í norðausturhluta garðsins við horn Lönguhlíðar og Flókagötu. Hundarnir hafa þó kannski ekki fengið að njóta sín eins vel og þeir gætu. Þeir þurfa nefnilega að vera í bandi á Klambratúni. Lagt er þó til nú að í stað hverfismiðstöðvarinnar, sem er á milli Kjarvalsstaða og skeifunnar, komi afgirtur garður með grasflötum, stígum, bekjum og lítilli tjörn þar sem lausaganga hunda verði leyfð. Mannvirki og malbikuð bílaplön myndu þá hverfa frá og í staðin yrði garðurinn stækkaður. Þegar stendur til, samkvæmt deiliskipulagi, að hverfismiðstöðin verði látin fara. Þegar eru nokkur svæði í Reykjavík þar sem lausaganga hunda er leyfð. Þau stærri eru þó öll fyrir austan Elliðaár og því kannski óhentugt fyrir fólk sem býr í vestari byggðum borgarinnar. Þrjú svæði eru þó vestan Elliðaár þar sem hleypa má hundum lausum en þau eru öll fremur lítil. um er að ræða einskonar hundagerði, eitt við umferðarmiðstöð BSÍ í Vatnsmýri, annað á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar í Laugardal, og það þriðja í Breiðholti, milli Arnarbakka og Norðurfells. Nokkur stærri svæði eru þó austar í borginni. Lausaganga hunda er leyfð á Geirsnefi, á Reynisvatnsheiði, þó ekki á göngu-, reið og akstursvegum, og svo á Geldinganesi. Þau svæði eru þó öll nokkuð stór og kannski hentugri fyrir hunda sem þurfa á mikilli hreyfingu að halda. Dýr Skipulag Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. 28. október 2021 21:00 Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. 19. október 2021 22:36 Hjól og hundar Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. 16. ágúst 2021 13:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Tillagan var kynnt á föstudag fyrir íbúum hverfanna en auk lausagöngugarðsins hefur verið lagt til að setja upp á Klambratúni rósagarð. Klambratún hefur í áratugi verið vinsælt útivistarsvæði meðal Reykvíkinga. Inni á svæðinu er ýmiss gróður auk stíga og bekkja en þar eru jafnframt leiksvæði fyrir börn, sparkvöllur, körfuboltavöllur og strandblakvöllur. Klambratún er þá þegar vinsælt útivistarsvæði fyrir hundaeigendur í aðliggjandi hverfum og þar má iðulega sjá hunda á vappi með eigendum sínum alla daga. Vísir greindi frá því fyrr á þessu ári að hundaeigendur hafi aldrei verið fleiri hér á landi en hundaskortur var á Íslandi fyrr á þessu ári vegna eftirspurnar. Lengi hefur það tíðkast meðal hundaeigenda í nágrenni Klambratúns að hittast alla „rauðmerkta“ daga í dagatalinu á Klambratúni á milli klukkan níu og tíu á morgnanna. Hittast þeir til að sýna sig og sjá aðra, og það sem er kannski mikilvægara, til að hundarnir þeirra fái að sýna sig og sjá aðra. Hefur það tíðkast að þeir safnist saman í skeifunni í norðausturhluta garðsins við horn Lönguhlíðar og Flókagötu. Hundarnir hafa þó kannski ekki fengið að njóta sín eins vel og þeir gætu. Þeir þurfa nefnilega að vera í bandi á Klambratúni. Lagt er þó til nú að í stað hverfismiðstöðvarinnar, sem er á milli Kjarvalsstaða og skeifunnar, komi afgirtur garður með grasflötum, stígum, bekjum og lítilli tjörn þar sem lausaganga hunda verði leyfð. Mannvirki og malbikuð bílaplön myndu þá hverfa frá og í staðin yrði garðurinn stækkaður. Þegar stendur til, samkvæmt deiliskipulagi, að hverfismiðstöðin verði látin fara. Þegar eru nokkur svæði í Reykjavík þar sem lausaganga hunda er leyfð. Þau stærri eru þó öll fyrir austan Elliðaár og því kannski óhentugt fyrir fólk sem býr í vestari byggðum borgarinnar. Þrjú svæði eru þó vestan Elliðaár þar sem hleypa má hundum lausum en þau eru öll fremur lítil. um er að ræða einskonar hundagerði, eitt við umferðarmiðstöð BSÍ í Vatnsmýri, annað á milli Suðurlandsbrautar og Engjavegar í Laugardal, og það þriðja í Breiðholti, milli Arnarbakka og Norðurfells. Nokkur stærri svæði eru þó austar í borginni. Lausaganga hunda er leyfð á Geirsnefi, á Reynisvatnsheiði, þó ekki á göngu-, reið og akstursvegum, og svo á Geldinganesi. Þau svæði eru þó öll nokkuð stór og kannski hentugri fyrir hunda sem þurfa á mikilli hreyfingu að halda.
Dýr Skipulag Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. 28. október 2021 21:00 Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. 19. október 2021 22:36 Hjól og hundar Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. 16. ágúst 2021 13:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ræður fólki frá því að kaupa sér flatnefjuð gæludýr Örkumlun og styttri lífími er á meðal þess sem getur fylgt flötu trýni, sem ræktað hefur verið upp í ýmsum gæludýrategundum. Dýralæknir ræður fólki frá því að fá sér slík dýr og kallar eftir stefnubreytingu hjá ræktendum. 28. október 2021 21:00
Dróni kemur hundum sem eru fastir við eldgosið til bjargar Drónaeigandi á La Palma-eyju hefur fengið leyfi yfirvalda til þess að freista þess að bjarga þremur veikburða hundum sem eru fastir í grennd við Cumbre Vieja eldfjallið. 19. október 2021 22:36
Hjól og hundar Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. 16. ágúst 2021 13:01