Abidal grátbiður eiginkonuna um fyrirgefningu eftir framhjáhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Eric Abidal og Hayet Abidal hafa verið gift síðan 2003. getty/Jean Catuffe Eric Abidal, fyrrverandi leikmaður Barcelona og franska landsliðsins, hefur grátbeðið eiginkonu sína, Hayet, um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheiru Hamraoui. Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20. Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira
Abidal er talinn hafa átt í ástarsambandi við Hamraoui. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona þegar hún lék með liðinu. Sem kunnugt er réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnrörum. Samherji Hamraouis hjá Paris Saint-Germain, Aminata Diallo, var handtekin grunuð um að hafa skipulagt árásina en sleppt eftir yfirheyrslu. Grunurinn beindist svo að Abidal-hjónunum eftir að í ljós kom að SIM-kort Hamraouis var skráð á Eric Abidal. Þá áttu árásarmennirnir að hafa öskrað á hana að hætta að sænga hjá giftum mönnum. Talið er að Abidal og Hamraoui hafi átt í ástarsambandi og eiginkona hans til átján ára, Hayet, hefur beðið um skilnað. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui. Abidal er greinilega nokkuð örvæntingarfullur því í gær birti hann færslu á Instagram þar sem hann grátbað Hayet um að fyrirgefa sér. „Hvaða ákvörðun sem þú tekur verður þú alltaf konan í mínu lífi og sérstaklega móðir stórkostlegu barnanna okkar. Ég á þessa auðmýkingu skilið þótt hún drepi mig. Vonandi mun guð fyrirgefa mér einn daginn,“ skrifaði Abidal á Instagram. Þau Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman. Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20.
Árásin á Kheiru Hamraoui Franski boltinn Frakkland Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Sjá meira