Meintur mannréttindabrjótur kjörinn forseti Interpol Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 12:50 Ahmed Naser al-Raisi verður forseti Interpol næstu fjögur árin. AP/Francisco Seco Undirhershöfðingi við innanríkisráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem er sakaður um pyntingar og gerræðislegar handtökur í heimalandinu var kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol. Hann hefur verið kærður í fimm löndum. Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði. Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ahmed Naser al-Raisi hefur átt sæti í framkvæmdastjórn Interpol. Tæplega 69 prósent aðildarríkja stofnunarinnar greiddu honum atkvæði eftir þrjár umferðir en tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til að ná kjöri. Raisi gegnir embættinu næstu fjögur árin. Kjörið er umdeilt enda hafa mannréttindasamtök sakað Raisi um aðild að pyntingum og handahófskenndum handtökum í furstadæmunum þar sem hann er innri endurskoðandi innanríkisráðuneytisins, að sögn AP-fréttastofunnar. Raisi hefur verið kærður fyrir pyntingar í fimm löndum, þar á meðal í Frakklandi þar sem höfuðstöðvar Interpol eru og í Tyrklandi þar sem forsetakjörið fór fram á aðalfundi Interpol. Atkvæðagreiðslan um forseta Interpol er leynileg en Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, staðfestir við Vísi að Ísland hafi greitt Sörku Havrakovu, tékkneskum ofursta, atkvæði sitt. Fulltrúar embættisins hafi talað hana mun frambærilegri frambjóðanda. Reyna að draga Raisi fyrir dómstóla hvar sem hann ferðast AP segir að Raisi hafi lagt mikið upp úr kosningabaráttu sinni. Hann ferðaðist víða um heim og hitti þingmenn og ráðamenn í ýmsum löndum. Í skoðanagrein í ríkisfjölmiðli í Abú Dabí sagðist hann vilja nútímavæða Interpol og fullyrti að furstadæmin legðu áherslu á að verja mannréttindi innanlands og erlendis. Tveir Bretar sem kærðu Raisi fordæmdu kjör hans. Matthew Hodges er breskur doktorsnemi sem sat í fangelsi í furstadæmunum sakaður um njósnir í tæpa sjö mánuði árið 2018. Ali Issa Ahmad, knattspyrnuaðdáandi, segir að hann hafi verið pyntaður af öryggissveitum furstadæmisins þegar hann var handtekinn á Asíumótinu þar árið 2019. Lögmaður þeirra segir að þeir muni reyna að draga Raisi fyrir dómstóla í þeim löndum sem hann ferðast til sem forseti Interpol. Misnota alþjóðlegar handtökuskipanir til að ná til andstæðinga Forseti Interpol hefur umsjón með störfum stofnunarinnar og mótar stefnu hennar. Hann stýrir aðalfundum og fundum framkvæmdastjórnar. Aðalframkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri Interpol en Þjóðverjinn Jörgen Stock gegnir embættinu um þessar mundir. Kjör forseta Interpol vakti sérstaklega mikla athygli að þessu sinni í ljósi þess að Meng Hongwei, fyrsti Kínverjinn til að gegna embættinu, hvarf skyndilega á miðju kjörtímabilinu sínu þegar hann heimsótti heimalandið árið 2018. Síðar kom í ljós að hann hefði verið handtekinn og sakaður um mútur og fleiri glæpi. Vestræn ríki hafa gagnrýnt að einræðis- og valdboðsríki eins og Rússland og fleiri misnoti handtökuskipanir Interpol til þess að ná sér niðri á pólitískum andstæðingum og andófsfólki erlendis. Forsetakjörið í ár er sagt endurspegla spennu á milli lýðræðisríkja og harðstjórna sem eiga aðild að stofnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um hvernig Ísland greiddi atkvæði.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33 Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Fyrrverandi forseti Interpol dæmdur í þrettán ára fangelsi Dómstóll í Kína hefur dæmt Meng Hongwei í fangelsi og sektargreiðslu fyrir mútuþægni. 21. janúar 2020 08:33
Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. 19. nóvember 2018 10:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent