Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfandi forseti Alþingis gengur frá Dómkirkjunni ásamt fleirum til Alþingis við þingsetningu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52
Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31