Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2021 12:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir starfandi forseti Alþingis gengur frá Dómkirkjunni ásamt fleirum til Alþingis við þingsetningu á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Kjörbréfanefnd afgreiddi fjögur nefndarálit og þrjár tillögur til afgreiðslu Alþingis á kjörbréfamálinu á fundi þingsins sem hefst klukkan eitt í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihuta í nefndinni leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Í minnihlutatillögu Svandísar Svavarsdóttur Vinstri grænum og Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu er lagt til að fjörtíu og sjö kjörbréf verði staðfest. Það er allra þingmanna annarra en kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi og níu jöfnunarþingmanna. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til uppkosninga í Norðvesturkjördæmi. Þriðja tillagan kemur síðan frá Birni Leví Gunnarssyni fulltrúa Pírata um að ekkert kjörbréfanna verði staðfest. Ef sú tillaga yrði samþykkt yrði að boða til nýrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Birgir Ármannsson segir tillögu Pírata ganga lengst og því sé það skoðun kjörbréfanefndar að fyrst eigi að greiða atkvæði um hana á þinginu í dag eða kvöld.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir það í höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur starfandi forseta Alþingis í hvaða röð tillögurnar verða teknar til atkvæðagreiðslu. “Við í nefndinni höfum gert ráð fyrir að first verði greidd atkvæði um tillögu Pírata sem felur í sér að ekkert kjörbréf verði metið gilt,” segir Birgir. Þessi tillaga gangi lengst. Ef hún yrði samþykkt þyrfti að boða til nýrrra alþingiskosninga í öllum kjördæmum. Verði þessi tillaga felld segir Birgir að tillaga Svandísar og Þórunnar kæmi til atkvæðagreiðslu. „Um að fjörtíu og sjö kjörbréf verði samþykkt. En sleppt að samþiggja kjörbréf úr Norðvesturkjördæmi og kjörbréf jöfnunarmanna,“ segir Birgir. Fjögur nefndarálit og þrjár tillögur koma frá kjörbréfanefnd til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Flestir reikna með að atkvæðagreiðslunni geti lokið í kvöld.Vísir/Vilhem Ef þessi tillaga næði fram að ganga þyrfti að fara fram uppkosning í Norðvesturkjördæmi. „Og ef hún nær ekki fram að ganga verði að lokum greidd atkvæði um kjörbréf allra sextíu og þriggja og kosningarnar þar með metnar gildar,“ segir formaður kjörbréfanefndar. Starfandi forseti Alþingis segist sömu skoðunar og nefndarfólk um röð tillagna í atkvæðagreiðslunni. Ómögulegt er að segja til um hve lengi umræðurnar standa enda engin tímamörk á þeim en almennt er búist við að hægt verði að lljúka þeim og greiða atkvæði um tillögurnar í kvöld. „Hins vegar er það auðvitað þannig að þetta er sérstakt mál og auðvitað stórt. Þannig að það eru auðvitað ýmsir þingmenn sem vilja taka til máls,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38 Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52
Grunar kosningasvik í Suðvesturkjördæmi Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum. 24. nóvember 2021 23:38
Úrslit gætu legið fyrir í kjörbréfamálinu á Alþingi annað kvöld Engin tímamörk verða á umræðum þingmanna um afgreiðslu kjörbréfa á morgun en starfandi forseti Alþingis bindur þó vonir við að atkvæðagreiðslu ljúki annað kvöld. Fyrrverandi þingmaður Pírata hefur kært mögulegt kosningasvindl formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi til lögreglu. 24. nóvember 2021 18:31