Afneitun MAST ristir djúpt Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 15:30 Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu. Lúsin, sem berst í miklum mæli úr sjókvíunum, hefur annars vegar hrikaleg áhrif á villtan urriða og seiði villtra laxa og hins vegar berast lyfin og skordýraeitrið sem hellt er í sjókvíarnar í umhverfið með mjög neikvæðum áhrifum fyrir marflær, rækjur, humar og önnur dýr hafsins. Við hjá IWF höfum ásamt fleirum ítrekað kallað eftir því að tekið verði upp áhættumat fyrir lús, til að hafa til hliðsjónar við útgáfu leyfa en líka til að færa eftirlitsstofnunum alvöru tæki til framleiðslustýringar á þeim svæðum þar sem sjókvíaeldi er nú þegar stundað. Ef lúsin fer yfir ákveðin mörk á ekki eina úrræðið að vera að eitra í sjókvíunum heldur eiga stjórnvöld að geta skyldað sjókvíaeldisfyrirtækin til að fækka fiski í kvíunum því umfang lúsavandans er beintengt þeim fjölda fiska sem er hafður á hverju eldissvæði. Gríðarlega mikilvægt mál er að bregðast við að lagfæra þennan alvarlega galla við veitingu leyfa. Í Arnarfirði á til að mynda nánast að tvöfalda sjókvíaeldið þrátt fyrir að lús hafi verið þar mikið vandamál á undanförnum árum. Afleiðingarnar verða ekki bara slæmar fyrir villta lífríkið, vegna eiturefnanotkunar og lúsaplágunnar sem berst úr kvíunum, heldur munu eldisdýrin líða mikla þjáningar. Laxalúsin étur þau beinlínis lifandi. Eitrað á hverju ári Allt kunnáttufólk um sjókvíaeldi veit að með auknum fjölda eldislaxa í firðinum mun vandamálið stigmagnast. Lúsin er einfaldlega hluti af sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Sú er raunin alls staðar þar sem þessi starfsemi hefur fengið að hreiðra um sig. Illskiljanlegt er af hverju Matvælastofnun (MAST) heldur engu að síður áfram að gera tillögu um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði. Afneitun sérfræðinga MAST á því að lúsin sé vandamál ristir reyndar djúpt. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa reynst hafa rangt fyrir sér að öllu leyti um lúsina og höfðu að engu varnaðarorð um hvað myndi gerast ef sjókvíaeldi yrði aukið verulega í firðinum. Ávísun á lúsafár og umhverfisslys Í júlí 2012 birtist í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi framkvæmdastjóra Fjarðalax undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að mjög varlega yrði að fara við útgáfu leyfa fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjórinn í viðtalinu. Sérfræðingar MAST voru á annarri skoðun. Í fyrirlestri dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem fluttur var í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og ári seinna, Í maí 2017 skrifaði fagsviðsstjóri fiskeldis hjá MAST pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Nokkrum dögum eftir að grein fagsviðsstjórans birtist gaf MAST þó út fyrsta leyfi fyrir notkun skordýraeiturs vegna lúsasmits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og það var orðað í einni umsögn Hafrannsóknastofnunar þegar MAST auglýsti enn eitt nýtt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi Frá því að grein fagsviðsstjórans birtist í maí 2017 hefur MAST gefið út sautján staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsar á eldislöxum í sjókvíum. Nú síðast voru gefin út þrjú leyfi í september. Sjö af þessum staðbundnu leyfum hafa verið gefin út vegna lúsasmits í Arnarfirði. Þrátt fyrir þetta mikla álag í firðinum vill MAST heimila þar hátt í tvöföldun á sjókvíaeldi. Í rannsókninni „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017“ sem Margrét Thorsteinsson gerði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að marktækt meira lúsasmit og lúsaálag var á suðursvæði Vestfjarða, þar sem sjókvíaeldið er staðsett, en á norðursvæði Vestfjarða þar sem ekki er sjókvíaeldi á laxi. Margrét bendir á í rannsókn sinni að ef miðað væri við norska umferðarljósakerfinu, sem notað er til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi þar í landi, skapaði laxalúsaálag á árinu 2017 mikla áhættu á villta laxfiskahópa í Patreksfirði á öðru tímabilinu (60%), í Arnarfirði á fyrsta tímabilinu (53%) og í Dýrafirði (50%) og Tálknafirði (45%) á þriðja tímabilinu, sem þýðir rautt ljós fyrir svæðin á þessum tímabilum. Breytinga þörf Athugið nú tvennt kæru lesendur, annars vegar að magnið af sjókvíaeldislaxi í Arnarfirði, þegar Margrét Thorsteinsson gerði rannsókn sína, aðeins um helmingur af því sem MAST vill heimila í firðinum, og hitt að rannsóknin var gerð sama ár og fagsviðsstjóri MAST birti grein með þessum orðum: „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Hvernig stendur á því að stjórnvöld láta stofnun sem hefur haft svona hrapallega rangt fyrir sér halda áfram að vera ráðgefandi í þessum mikilvæga málaflokki án breytinga þar innanhúss? Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu. Lúsin, sem berst í miklum mæli úr sjókvíunum, hefur annars vegar hrikaleg áhrif á villtan urriða og seiði villtra laxa og hins vegar berast lyfin og skordýraeitrið sem hellt er í sjókvíarnar í umhverfið með mjög neikvæðum áhrifum fyrir marflær, rækjur, humar og önnur dýr hafsins. Við hjá IWF höfum ásamt fleirum ítrekað kallað eftir því að tekið verði upp áhættumat fyrir lús, til að hafa til hliðsjónar við útgáfu leyfa en líka til að færa eftirlitsstofnunum alvöru tæki til framleiðslustýringar á þeim svæðum þar sem sjókvíaeldi er nú þegar stundað. Ef lúsin fer yfir ákveðin mörk á ekki eina úrræðið að vera að eitra í sjókvíunum heldur eiga stjórnvöld að geta skyldað sjókvíaeldisfyrirtækin til að fækka fiski í kvíunum því umfang lúsavandans er beintengt þeim fjölda fiska sem er hafður á hverju eldissvæði. Gríðarlega mikilvægt mál er að bregðast við að lagfæra þennan alvarlega galla við veitingu leyfa. Í Arnarfirði á til að mynda nánast að tvöfalda sjókvíaeldið þrátt fyrir að lús hafi verið þar mikið vandamál á undanförnum árum. Afleiðingarnar verða ekki bara slæmar fyrir villta lífríkið, vegna eiturefnanotkunar og lúsaplágunnar sem berst úr kvíunum, heldur munu eldisdýrin líða mikla þjáningar. Laxalúsin étur þau beinlínis lifandi. Eitrað á hverju ári Allt kunnáttufólk um sjókvíaeldi veit að með auknum fjölda eldislaxa í firðinum mun vandamálið stigmagnast. Lúsin er einfaldlega hluti af sjókvíaeldi á iðnaðarskala. Sú er raunin alls staðar þar sem þessi starfsemi hefur fengið að hreiðra um sig. Illskiljanlegt er af hverju Matvælastofnun (MAST) heldur engu að síður áfram að gera tillögu um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði. Afneitun sérfræðinga MAST á því að lúsin sé vandamál ristir reyndar djúpt. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa reynst hafa rangt fyrir sér að öllu leyti um lúsina og höfðu að engu varnaðarorð um hvað myndi gerast ef sjókvíaeldi yrði aukið verulega í firðinum. Ávísun á lúsafár og umhverfisslys Í júlí 2012 birtist í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi framkvæmdastjóra Fjarðalax undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Sagði framkvæmdastjórinn meðal annars að mjög varlega yrði að fara við útgáfu leyfa fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjórinn í viðtalinu. Sérfræðingar MAST voru á annarri skoðun. Í fyrirlestri dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem fluttur var í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og ári seinna, Í maí 2017 skrifaði fagsviðsstjóri fiskeldis hjá MAST pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Nokkrum dögum eftir að grein fagsviðsstjórans birtist gaf MAST þó út fyrsta leyfi fyrir notkun skordýraeiturs vegna lúsasmits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og það var orðað í einni umsögn Hafrannsóknastofnunar þegar MAST auglýsti enn eitt nýtt rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi Frá því að grein fagsviðsstjórans birtist í maí 2017 hefur MAST gefið út sautján staðbundin leyfi fyrir notkun skordýraeiturs eða lyfjafóðurs vegna lúsar á eldislöxum í sjókvíum. Nú síðast voru gefin út þrjú leyfi í september. Sjö af þessum staðbundnu leyfum hafa verið gefin út vegna lúsasmits í Arnarfirði. Þrátt fyrir þetta mikla álag í firðinum vill MAST heimila þar hátt í tvöföldun á sjókvíaeldi. Í rannsókninni „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017“ sem Margrét Thorsteinsson gerði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða kemur fram að marktækt meira lúsasmit og lúsaálag var á suðursvæði Vestfjarða, þar sem sjókvíaeldið er staðsett, en á norðursvæði Vestfjarða þar sem ekki er sjókvíaeldi á laxi. Margrét bendir á í rannsókn sinni að ef miðað væri við norska umferðarljósakerfinu, sem notað er til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi þar í landi, skapaði laxalúsaálag á árinu 2017 mikla áhættu á villta laxfiskahópa í Patreksfirði á öðru tímabilinu (60%), í Arnarfirði á fyrsta tímabilinu (53%) og í Dýrafirði (50%) og Tálknafirði (45%) á þriðja tímabilinu, sem þýðir rautt ljós fyrir svæðin á þessum tímabilum. Breytinga þörf Athugið nú tvennt kæru lesendur, annars vegar að magnið af sjókvíaeldislaxi í Arnarfirði, þegar Margrét Thorsteinsson gerði rannsókn sína, aðeins um helmingur af því sem MAST vill heimila í firðinum, og hitt að rannsóknin var gerð sama ár og fagsviðsstjóri MAST birti grein með þessum orðum: „Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi.“ Hvernig stendur á því að stjórnvöld láta stofnun sem hefur haft svona hrapallega rangt fyrir sér halda áfram að vera ráðgefandi í þessum mikilvæga málaflokki án breytinga þar innanhúss? Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar