Mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. nóvember 2021 09:32 Á dögunum dreifðu dýraverndunarsamtökin AWF, Þýzkalandi, og TSB, Sviss, viðamikilli skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi samtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahalds hér frá 2019. Dýraverndunarsamtök í 9 öðrum löndum styrktu þessa rannsókn og skýrslugerð. Sýnir það, hvernig dýravinir og samtök þeirra í öðrum löndun líta þá óiðju, blóðmerahaldið, sem leyfð er og stunduð hér. Í flestum eða öllum öðrum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd og dýravelferð þetta blóðmerahald. Evrópuþingið er líka búið að samþykkja lög um dýravelferð, þar sem allur innflutningur á kjöti og afurðum úr blóðmerahaldi er bannaður. Þessi lög eiga að taka gildi 2023-2024. Einu löndin, sem blóðmerahald er leyft í, eru því í Suður Ameríku; Argentínu og Úrúgvæ. Í þessum löndum líðst blóðmerahaldið, enda velferð dýra þar varla á dagskrá, hvað þá hátt skrifuð, og dýravernd á lægsta plani. Eins mun þessi óiðja viðgangast í Kína, án þess að mikið sé um það vitað. Við Íslendingar erum þarna því í góðum félagskap. Fyrir hönd okkar Jarðarvina skrifaði ég grein í blöðin í febrúar 2020, um það heiftarlega ofbeldi og dýraníð, sem á sér stað í blóðmerahaldi. Fyrirsögn var „170 tonn af blóði“. Enn er hægt að finna hana á netinu. Ég byggði rannsókn mína á gögnum og myndböndum frá Suður Ameríku, en, ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn a Google, liggja þar myndskeið fyrir, sem sýna ofbeldið og misþyrmingarnar, sem blessaðar hryssurnar verða fyrir. Ég ályktaði í grein minni, að aðfarirnar og ofbeldið við blóðtöku hér væru svipaðar, enda verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum - staða dýrsins negld - til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!! Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar blóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku eftir viku, í 8-9 vikur. Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Skýrslan og myndbandið, sem AWF og TSB dreifðu um síðustu helgi, sýna svo og sannna, að ályktun mín var rétt: Aðfarir íslenzkra bænda og dýralækna, alla vega margra þeirra, er ekki skömminni skárri, en gerist í Suður Ameríku. Hér á Íslandi á það að heita, að húð hryssu sé staðdeyfð fyrir blóðtöku. Munu þar vera eiðsvarðir dýralæknar, sem vinna á vegum Ísteka - sem að þessari starfsemi allri stendur og græðir á því offjár - sem framkvæma deyfingu og blóðtöku. Er erfitt að átta sig á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir lifandi dýrunum. Eins má velta fyrir sér, hvers konar menn þeir bændur eru, sem leggja sig niður við þetta lágkúrulega dýrahald. Eru þetta kannske léttteknir peningar, og mega þá siðferði, mannúð og virðing við sínar eigin skepnur, sem hafa tilfinningar, eins og við, fara lönd og leið? Tækniháskóli í Virginíu í Bandaríkjunum, sem vinnur að stöðlum fyrir notkun dýra í tilraunum og matvælaiðnaði, telur, að ekki megi tappa meira blóði af hryssu, en sem nemur 10% af heildarblóðmagni hennar og það mest á fjögra vikna fresti. Af íslenzkum hryssum er hins vegar tappað sem nemur 15% af blóðmagni þeirra, 5 lítrum af 35-37 lítrum, vikulega! Það sýnir okkur nokkuð, hver afstaða íslenzkra stjórnvalda - í þessu tilviki Matvælastofnunar (MAST) og landbúnaðar-ráðherra - er, til dýrahalds, sem byggir á ofbeldi og misþyrmingum dýra, að blóðmerahaldið hefur verið leyft hér í 40 ár. Það breytti líka engu, þó að við, Jarðarvinir, hefðum lagt fyrir stjórnendur MAST, yfirdýralækni og ráðherra, skýr gögn, sem bentu til dýraníðs í blóðmerahaldi. Gamalli aðferð var beitt: Að þegja málið í hel. Samúð með blessuðum dýrunum í lágmarki, en meðvirkni og stuðningur við Ísteka og bændur í hámarki. Skyldi MAST hafa ruglast í ríminu með það, hvert hlutverk þeirra er, hverjar skyldur þeirra eru og gagnvart hverjum? Þetta að lokum: Tvær stofnanir veita leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju; MAST fyrir blótökunni og Lyfjastofnun fyrir hormónavinnslunni úr blóðinu. Þegar við leituðum á MAST með það, á hvaða lagagrundvelli leyfisveitingin til blóðtökunnar byggðist, gaf stofnunin upp reglugerð nr. 279/2002. Þar reyndist þó sá galli á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“, og ekki til fjöldaframleiðslu á blóði. Leyfisveitingin var því út í hött, og við kröfðumst þess, að frekari leyfi yrðu ekki veitt. Þá snéru Ísteka og MAST sig, að því er virtist bara bræðralega, út úr þessum greinilega aga- og leyfisgrundvellis skorti með því, að fullyrða, að í millitíðinni hefði komið í ljós, að ekkert leyfi þyrfti fyrir blóðtökunni. Í 40 ár þurfti leyfi, en þegar á leyfisgrundvöll reyndi, og hann reyndist ekki til staðar, hét það einfaldlega: Þessi blóðtaka er ekki leyfisskyld. Það er illt til þess að vita, að það skuli útlendinga til, til að benda okkur á það, sem miður fer í okkar landi - í þessu tilfelli á harkalegt brot á öllum góðum reglum um dýravernd og dýravelferð, sem reyndar hefur aldrei verið okkar sterka hlið -, og verð ég að ljúka þessum skrifum með þessum orðum: Miklir andskotans aumingjar getum við verið. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum dreifðu dýraverndunarsamtökin AWF, Þýzkalandi, og TSB, Sviss, viðamikilli skýrslu, ásamt myndbandi, um blóðmerahald á Íslandi, en þessi samtök höfðu unnið að rannsókn blóðmerahalds hér frá 2019. Dýraverndunarsamtök í 9 öðrum löndum styrktu þessa rannsókn og skýrslugerð. Sýnir það, hvernig dýravinir og samtök þeirra í öðrum löndun líta þá óiðju, blóðmerahaldið, sem leyfð er og stunduð hér. Í flestum eða öllum öðrum ríkjum Evrópu fyrirbyggja reglur og lög um dýravernd og dýravelferð þetta blóðmerahald. Evrópuþingið er líka búið að samþykkja lög um dýravelferð, þar sem allur innflutningur á kjöti og afurðum úr blóðmerahaldi er bannaður. Þessi lög eiga að taka gildi 2023-2024. Einu löndin, sem blóðmerahald er leyft í, eru því í Suður Ameríku; Argentínu og Úrúgvæ. Í þessum löndum líðst blóðmerahaldið, enda velferð dýra þar varla á dagskrá, hvað þá hátt skrifuð, og dýravernd á lægsta plani. Eins mun þessi óiðja viðgangast í Kína, án þess að mikið sé um það vitað. Við Íslendingar erum þarna því í góðum félagskap. Fyrir hönd okkar Jarðarvina skrifaði ég grein í blöðin í febrúar 2020, um það heiftarlega ofbeldi og dýraníð, sem á sér stað í blóðmerahaldi. Fyrirsögn var „170 tonn af blóði“. Enn er hægt að finna hana á netinu. Ég byggði rannsókn mína á gögnum og myndböndum frá Suður Ameríku, en, ef t.a.m. „Blutfarmen“ eða „Blutstuten“ er slegið inn a Google, liggja þar myndskeið fyrir, sem sýna ofbeldið og misþyrmingarnar, sem blessaðar hryssurnar verða fyrir. Ég ályktaði í grein minni, að aðfarirnar og ofbeldið við blóðtöku hér væru svipaðar, enda verður vart séð, hvernig hægt er með góðu, að koma ótömdum, hálfvilltum hryssum, sem búið er að rífa folaldið frá, inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum - staða dýrsins negld - til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur!! Hvernig geta menn ímyndað sér, að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það ofbeldi, sem beita þarf dýrið, til að koma nál í háls og tappa 5 lítrum af blóði af því, geti farið fram með friði og spekt!? Hræðsla og æsingur dýrsins byrjar þá strax, þegar folaldið er rekið frá því, og skelfingin og örvinglunin magnast auðvitað, þegar blóðtökumenn höggva aftur og aftur í sama knérunn, beita sama ofbeldinu, viku eftir viku, í 8-9 vikur. Auðvitað er ljóst, að blóðtaka getur einvörðungu farið fram með ofbeldi, barsmíðum og meiðingum; mannúðlegt og dýravænt blóðmerahald er ekki til! Skýrslan og myndbandið, sem AWF og TSB dreifðu um síðustu helgi, sýna svo og sannna, að ályktun mín var rétt: Aðfarir íslenzkra bænda og dýralækna, alla vega margra þeirra, er ekki skömminni skárri, en gerist í Suður Ameríku. Hér á Íslandi á það að heita, að húð hryssu sé staðdeyfð fyrir blóðtöku. Munu þar vera eiðsvarðir dýralæknar, sem vinna á vegum Ísteka - sem að þessari starfsemi allri stendur og græðir á því offjár - sem framkvæma deyfingu og blóðtöku. Er erfitt að átta sig á sjálfsvirðingu, starfsvirðingu og virðingu þessara dýralækna fyrir lifandi dýrunum. Eins má velta fyrir sér, hvers konar menn þeir bændur eru, sem leggja sig niður við þetta lágkúrulega dýrahald. Eru þetta kannske léttteknir peningar, og mega þá siðferði, mannúð og virðing við sínar eigin skepnur, sem hafa tilfinningar, eins og við, fara lönd og leið? Tækniháskóli í Virginíu í Bandaríkjunum, sem vinnur að stöðlum fyrir notkun dýra í tilraunum og matvælaiðnaði, telur, að ekki megi tappa meira blóði af hryssu, en sem nemur 10% af heildarblóðmagni hennar og það mest á fjögra vikna fresti. Af íslenzkum hryssum er hins vegar tappað sem nemur 15% af blóðmagni þeirra, 5 lítrum af 35-37 lítrum, vikulega! Það sýnir okkur nokkuð, hver afstaða íslenzkra stjórnvalda - í þessu tilviki Matvælastofnunar (MAST) og landbúnaðar-ráðherra - er, til dýrahalds, sem byggir á ofbeldi og misþyrmingum dýra, að blóðmerahaldið hefur verið leyft hér í 40 ár. Það breytti líka engu, þó að við, Jarðarvinir, hefðum lagt fyrir stjórnendur MAST, yfirdýralækni og ráðherra, skýr gögn, sem bentu til dýraníðs í blóðmerahaldi. Gamalli aðferð var beitt: Að þegja málið í hel. Samúð með blessuðum dýrunum í lágmarki, en meðvirkni og stuðningur við Ísteka og bændur í hámarki. Skyldi MAST hafa ruglast í ríminu með það, hvert hlutverk þeirra er, hverjar skyldur þeirra eru og gagnvart hverjum? Þetta að lokum: Tvær stofnanir veita leyfi fyrir þessari blóðmeraóiðju; MAST fyrir blótökunni og Lyfjastofnun fyrir hormónavinnslunni úr blóðinu. Þegar við leituðum á MAST með það, á hvaða lagagrundvelli leyfisveitingin til blóðtökunnar byggðist, gaf stofnunin upp reglugerð nr. 279/2002. Þar reyndist þó sá galli á gjöf Njarðar, að þessi reglugerð nær aðeins til „dýratilrauna“, og ekki til fjöldaframleiðslu á blóði. Leyfisveitingin var því út í hött, og við kröfðumst þess, að frekari leyfi yrðu ekki veitt. Þá snéru Ísteka og MAST sig, að því er virtist bara bræðralega, út úr þessum greinilega aga- og leyfisgrundvellis skorti með því, að fullyrða, að í millitíðinni hefði komið í ljós, að ekkert leyfi þyrfti fyrir blóðtökunni. Í 40 ár þurfti leyfi, en þegar á leyfisgrundvöll reyndi, og hann reyndist ekki til staðar, hét það einfaldlega: Þessi blóðtaka er ekki leyfisskyld. Það er illt til þess að vita, að það skuli útlendinga til, til að benda okkur á það, sem miður fer í okkar landi - í þessu tilfelli á harkalegt brot á öllum góðum reglum um dýravernd og dýravelferð, sem reyndar hefur aldrei verið okkar sterka hlið -, og verð ég að ljúka þessum skrifum með þessum orðum: Miklir andskotans aumingjar getum við verið. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvina.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar