Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:08 Ríkisstjórnarfundur um hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00