Klám og rafræn skilríki Halla Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, en aðalleikkonan, Linda Lovelace, þótti einstaklega sannfærandi í hlutverki sínu. Innan við áratug síðar kom í ljós að sannfæringin byggði á þeirri staðreynd að Lovlace var þvinguð til að leika í myndinni af þáverandi eiginmanni sínum. Í hvert sinn sem þið horfið á þessa mynd, sagði hún síðar, eruð þið að horfa á nauðgun. Í kjölfarið gerðu femíníski aktívistinn, Andrea Dworkin, og lögfræðingurinn og síðar lagaprófessorinn Catharine MacKinnon atlögu að því að koma lögum yfir skaðann sem klám veldur konum. Þær hönnuðu skaðabótalöggjöf sem átti að vernda borgaraleg réttindi kvenna og tryggja rétt til að höfða skaðabótamál vegna skaða sem þær hafa hlotið af klámi; vegna mansals og þvingunar til þátttöku, þvingunar til áhorfs eða árása sem eru beintengdar klámi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna gekk þetta ekki í gegn. Klámiðnaðurinn reis upp á afturlappirnar og málið þvældist fram og aftur í umræðu um tjáningarfrelsi. Má þá spyrja hver naut þess frelsis, Linda Lovelace, eða eiginmaður hennar. Breytingar á klámiðnaðinum MacKinnon og Dworkin gerðu þarna fyrstu gagngeru tilraunina til að koma lagalegum böndum á klámiðnaðinn. Þá þegar var vitað að konur sem léku eða sátu fyrir í klámefni gerðu slíkt oft undir hótunum og þvingunum. Síðan þá hefur klámefni orðið sífellt grófara. Klám sem áður var á jaðrinum og innihélt gróft ofbeldi gegn konum er nú orðið að meginstraumsefni. Nýleg bresk rannsókn sýndi að einn af hverjum átta klámefnistitlum á vinsælustu klámsíðunum innifól ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ofbeldið er viðurkenndur hluti af iðnaðinum, hluti af því sem á að gera klámefni eftirsóknarvert. Klám er ekki lengur eitthvað sem fólk sækir sér sjálft í kjallaraverslun eða í „bláu möppuna“ á vídjóleigu, það kemur heim til þín. Enginn þarf að taka upp veskið frekar en hann vill, þannig sver klámiðnaðurinn sig í ætt við annan internetiðnað þar sem greiðslan er í formi gagna. Samfélagið reisir engar varnir fyrir börn sem eru sífellt yngri þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn, sjaldnast því þau eru að leita eftir því og löngu áður en foreldrar eða menntakerfið ná til þeirra með eitthvað sem heitið gæti fræðsla. Þetta er ekki „sakleysislegt efni“ sem sýnir brjóst, kynfæri eða ástaratlot, heldur oft mjög gróft og niðrandi efni sem getur haft trámatiserandi áhrif á ung börn. Þessi samfélagslega tilraun hefur staðið yfir í hálfan annan áratug og hefur bein áhrif á hugmyndir barna um kynlíf, mörk þeirra og markaleysi, ofbeldi og áreitni, svo mikil að þau eru sjálf farin að gera við það athugasemdir. Breska tilraunin Árið 2017 var samþykkt ný löggjöf í Bretlandi sem lagði þær skyldur á herðar klámsíðna að sannreyna aldur notenda sinna, að viðlögðum sektum. Eftir tvö ár af tilraunum til útfærslu og endalausum deilum hurfu stjórnvöld frá þessari aðgerð en hafa vísað henni til frekari vinnu sem miðar að því að tryggja öryggi barna á netinu. Fyrir þessu voru nokkrar ástæður. Í Bretlandi fer fram framleiðsla kláms og því er þar virkur iðnaður sem hefur bein áhrif á þjóðmálaumræðu og ákvarðanatöku. Jafnframt eru Bretar hvorki með kennitölur né almenn skilríki, þar er engin Þjóðskrá. Fyrir þessu liggja sögulegar og menningarlegar ástæður sem ekki verða raktar hér en gera að verkum að hugmynd um einhvers konar rafræn skilríki er mjög fjarstæðukennd. Verndarhagsmunir barna Á dögunum rataði í fréttir hér á landi sú hugmynd hvort nýta mætti rafræn skilríki til að sannreyna aldur klámsíðunotenda. Eftirleikurinn hefur verið nokkuð fyrirsjáanlegur og ansi margir stokkið fram til að finna þessari tillögu allt til foráttu. Eftir því sem umræðunni vindur fram má ætla að farið verði að drepa málinu á dreif með fullyrðingum um að klám sé ekkert svo skaðlegt eða ofbeldisfullt heldur í raun bara kynferðisleg tjáning, efast um allar rannsóknir sem vísað er í og saka þá sem vilja vernda börn gegn ágengum iðnaði um einhvers konar púrítanisma og jafnvel fordóma gagnvart ákveðnum jaðarhópum samfélagsins. Þessi plata hefur verið spiluð reglulega áratugum saman og er nokkuð fyrirsjáanleg. Þau sjónarmið sem nú eru týnd til lúta í fyrsta lagi að því að hömlur á aðgengi að klámi virki ekki, börn kunni vel á internetið og fari framhjá öllum girðingum. En staðreyndin er sú að þegar börn sjá klám í fyrsta sinn eru þau sjaldnast að leita að því. Oft fá þau senda hlekki frá félögum, eldri börnum eða fullorðnum. Stundum eru þau að leita að einhverju barnaefni sem þau misrita og niðurstöðurnar skila klámi í staðinn. Í öllu falli er vitað að klámiðnaðurinn lendir ekki óvart hjá börnum, hann vill ná í nýja neytendur, alveg eins og tóbaksiðnaðurinn vildi ná til barna, sælgætisiðnaðurinn og tölvuleikjaiðnaðurinn. Klámiðnaðurinn heldur stórar viðskiptaráðstefnur þar sem fjallað er um nýjungar og stefnur og strauma í viðskiptamódelinu. Í öðru lagi er því haldið fram að foreldrar og/eða menntakerfið eigi að fræða börn, fremur en að banna hluti. Fræðsla er svo sannarlega mikilvæg og á grundvelli forvarnaáætlunar stjórnvalda er nú í fyrsta sinn unnið að því að samræma hana á landsvísu, útbúa námsefni og reyna að ná til allra barna. Ein og sér má slík menntun sín þó lítils andspænis ágengum iðnaði. Í viðbrögðum við öðrum lýðheilsuógnum er almennt viðurkennt að fræðsla verði að haldast í hendur við takmarkanir á aðgengi. Í þriðja lagi er því haldið fram að verndarhagsmunir barna geti ekki trompað réttindi einstaklingsins til að njóta frelsis á internetinu. Hömlur á aðgengi klámiðnaðarins að börnum jafngildi jafnvel ritskoðun og sé hluti af eftirlitsríkinu. Af þessu má ráða að fólk ferðist frjálst og nafnlaust um vegi internetsins. En kaptíalisminn er löngu búinn að éta hugmyndina um þetta frelsi. Eins og önnur stórfyrirtæki á internetinu græðir klámiðnaðurinn á því að safna gögnum um notendur sína, sem síðan eru notuð til að ota að þeim meira efni eða þau seld áfram til annarra sem vilja koma að þeim öðrum varningi. Iðnaðurinn veit klukkan hvað þú skoðar klám, hvernig efni þú hefur áhuga á og er löngu búinn að greina hvert hann getur leitt þig næst. Vissulega geta notendur falið fótspor sín, en það gerir aðeins lítið brot internetnotenda. Tæknilegur ómöguleiki? Í fjórða lagi er því haldið fram að sama hver útfærslan verði þá sé hún tæknilega ómöguleg. Fyrir þessu eru týnd ýmis konar rök. Því skal sagt hér: það er enginn tæknilegur ómöguleiki við að reisa skorður gegn klámi. Rafræn skilríki eru útbreidd og aðgengileg á Íslandi og auðveld leið fyrir klámsíður til að sannreyna aldur notenda sinna. Viðurlög gagnvart klámsíðum sem ekki uppfylla þessi skilyrði geta verið sektir og ef þær skila ekki árangri er hægt að loka á síðurnar þar til úrbætur hafa verið gerðar. Flestir sem tala um tæknilegan ómöguleika eru í raun að viðra þá skoðun sína að hömlur á klám séu pólitískt ómögulegar, sem er sannarlega gild skoðun. Með þessu er ekki sagt að það sé engum vandkvæðum háð að sporna gegn aðgengi klámiðnaðarins að börnum. Ísland yrði fyrsta landið í heimi til að hrinda slíkri stefnu í framkvæmd og henni munu fylgja margvíslegar áskoranir, ekki síst með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og söfnunar og öryggis persónugreinanlegra gagna. Þetta eru atriði sem þarf að fara vandlega yfir og hugsanlega hanna nýjar lausnir. En að telja betur heima setið en ef stað farið er fyrst og fremst pólitísk afstaða, ekki tæknileg. Vissulega þarf kjark og þor til að rísa upp til varnar börnum gegn ágengum iðnaði sem veltir gríðarlegum fjármunum. Það er líka alltaf snúið vega saman ólíka verndarhagsmuni, í þessu tilfelli hagsmuni barna gegn hagsmunum fullorðinna klámnotenda. En að velja að gera ekkert andspænis þessum veruleika barna er líka afdrifarík ákvörðun. Vonandi er stundin runnin upp. Höfundur er baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi og fyrrum ráðgjafi ríkisstjórnar í jafnréttismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Kynferðisofbeldi Klám Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1972 var bandaríska klámmyndin Deep Throat frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin rauk upp vinsældarlistana, halaði inn 30 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu mánuðunum (á núvirði ríflega 24 milljarða íslenskra króna). Söguþráðurinn verður ekki rakinn hér, en aðalleikkonan, Linda Lovelace, þótti einstaklega sannfærandi í hlutverki sínu. Innan við áratug síðar kom í ljós að sannfæringin byggði á þeirri staðreynd að Lovlace var þvinguð til að leika í myndinni af þáverandi eiginmanni sínum. Í hvert sinn sem þið horfið á þessa mynd, sagði hún síðar, eruð þið að horfa á nauðgun. Í kjölfarið gerðu femíníski aktívistinn, Andrea Dworkin, og lögfræðingurinn og síðar lagaprófessorinn Catharine MacKinnon atlögu að því að koma lögum yfir skaðann sem klám veldur konum. Þær hönnuðu skaðabótalöggjöf sem átti að vernda borgaraleg réttindi kvenna og tryggja rétt til að höfða skaðabótamál vegna skaða sem þær hafa hlotið af klámi; vegna mansals og þvingunar til þátttöku, þvingunar til áhorfs eða árása sem eru beintengdar klámi. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna gekk þetta ekki í gegn. Klámiðnaðurinn reis upp á afturlappirnar og málið þvældist fram og aftur í umræðu um tjáningarfrelsi. Má þá spyrja hver naut þess frelsis, Linda Lovelace, eða eiginmaður hennar. Breytingar á klámiðnaðinum MacKinnon og Dworkin gerðu þarna fyrstu gagngeru tilraunina til að koma lagalegum böndum á klámiðnaðinn. Þá þegar var vitað að konur sem léku eða sátu fyrir í klámefni gerðu slíkt oft undir hótunum og þvingunum. Síðan þá hefur klámefni orðið sífellt grófara. Klám sem áður var á jaðrinum og innihélt gróft ofbeldi gegn konum er nú orðið að meginstraumsefni. Nýleg bresk rannsókn sýndi að einn af hverjum átta klámefnistitlum á vinsælustu klámsíðunum innifól ofbeldi gegn konum og stúlkum. Ofbeldið er viðurkenndur hluti af iðnaðinum, hluti af því sem á að gera klámefni eftirsóknarvert. Klám er ekki lengur eitthvað sem fólk sækir sér sjálft í kjallaraverslun eða í „bláu möppuna“ á vídjóleigu, það kemur heim til þín. Enginn þarf að taka upp veskið frekar en hann vill, þannig sver klámiðnaðurinn sig í ætt við annan internetiðnað þar sem greiðslan er í formi gagna. Samfélagið reisir engar varnir fyrir börn sem eru sífellt yngri þegar þau sjá klámefni í fyrsta sinn, sjaldnast því þau eru að leita eftir því og löngu áður en foreldrar eða menntakerfið ná til þeirra með eitthvað sem heitið gæti fræðsla. Þetta er ekki „sakleysislegt efni“ sem sýnir brjóst, kynfæri eða ástaratlot, heldur oft mjög gróft og niðrandi efni sem getur haft trámatiserandi áhrif á ung börn. Þessi samfélagslega tilraun hefur staðið yfir í hálfan annan áratug og hefur bein áhrif á hugmyndir barna um kynlíf, mörk þeirra og markaleysi, ofbeldi og áreitni, svo mikil að þau eru sjálf farin að gera við það athugasemdir. Breska tilraunin Árið 2017 var samþykkt ný löggjöf í Bretlandi sem lagði þær skyldur á herðar klámsíðna að sannreyna aldur notenda sinna, að viðlögðum sektum. Eftir tvö ár af tilraunum til útfærslu og endalausum deilum hurfu stjórnvöld frá þessari aðgerð en hafa vísað henni til frekari vinnu sem miðar að því að tryggja öryggi barna á netinu. Fyrir þessu voru nokkrar ástæður. Í Bretlandi fer fram framleiðsla kláms og því er þar virkur iðnaður sem hefur bein áhrif á þjóðmálaumræðu og ákvarðanatöku. Jafnframt eru Bretar hvorki með kennitölur né almenn skilríki, þar er engin Þjóðskrá. Fyrir þessu liggja sögulegar og menningarlegar ástæður sem ekki verða raktar hér en gera að verkum að hugmynd um einhvers konar rafræn skilríki er mjög fjarstæðukennd. Verndarhagsmunir barna Á dögunum rataði í fréttir hér á landi sú hugmynd hvort nýta mætti rafræn skilríki til að sannreyna aldur klámsíðunotenda. Eftirleikurinn hefur verið nokkuð fyrirsjáanlegur og ansi margir stokkið fram til að finna þessari tillögu allt til foráttu. Eftir því sem umræðunni vindur fram má ætla að farið verði að drepa málinu á dreif með fullyrðingum um að klám sé ekkert svo skaðlegt eða ofbeldisfullt heldur í raun bara kynferðisleg tjáning, efast um allar rannsóknir sem vísað er í og saka þá sem vilja vernda börn gegn ágengum iðnaði um einhvers konar púrítanisma og jafnvel fordóma gagnvart ákveðnum jaðarhópum samfélagsins. Þessi plata hefur verið spiluð reglulega áratugum saman og er nokkuð fyrirsjáanleg. Þau sjónarmið sem nú eru týnd til lúta í fyrsta lagi að því að hömlur á aðgengi að klámi virki ekki, börn kunni vel á internetið og fari framhjá öllum girðingum. En staðreyndin er sú að þegar börn sjá klám í fyrsta sinn eru þau sjaldnast að leita að því. Oft fá þau senda hlekki frá félögum, eldri börnum eða fullorðnum. Stundum eru þau að leita að einhverju barnaefni sem þau misrita og niðurstöðurnar skila klámi í staðinn. Í öllu falli er vitað að klámiðnaðurinn lendir ekki óvart hjá börnum, hann vill ná í nýja neytendur, alveg eins og tóbaksiðnaðurinn vildi ná til barna, sælgætisiðnaðurinn og tölvuleikjaiðnaðurinn. Klámiðnaðurinn heldur stórar viðskiptaráðstefnur þar sem fjallað er um nýjungar og stefnur og strauma í viðskiptamódelinu. Í öðru lagi er því haldið fram að foreldrar og/eða menntakerfið eigi að fræða börn, fremur en að banna hluti. Fræðsla er svo sannarlega mikilvæg og á grundvelli forvarnaáætlunar stjórnvalda er nú í fyrsta sinn unnið að því að samræma hana á landsvísu, útbúa námsefni og reyna að ná til allra barna. Ein og sér má slík menntun sín þó lítils andspænis ágengum iðnaði. Í viðbrögðum við öðrum lýðheilsuógnum er almennt viðurkennt að fræðsla verði að haldast í hendur við takmarkanir á aðgengi. Í þriðja lagi er því haldið fram að verndarhagsmunir barna geti ekki trompað réttindi einstaklingsins til að njóta frelsis á internetinu. Hömlur á aðgengi klámiðnaðarins að börnum jafngildi jafnvel ritskoðun og sé hluti af eftirlitsríkinu. Af þessu má ráða að fólk ferðist frjálst og nafnlaust um vegi internetsins. En kaptíalisminn er löngu búinn að éta hugmyndina um þetta frelsi. Eins og önnur stórfyrirtæki á internetinu græðir klámiðnaðurinn á því að safna gögnum um notendur sína, sem síðan eru notuð til að ota að þeim meira efni eða þau seld áfram til annarra sem vilja koma að þeim öðrum varningi. Iðnaðurinn veit klukkan hvað þú skoðar klám, hvernig efni þú hefur áhuga á og er löngu búinn að greina hvert hann getur leitt þig næst. Vissulega geta notendur falið fótspor sín, en það gerir aðeins lítið brot internetnotenda. Tæknilegur ómöguleiki? Í fjórða lagi er því haldið fram að sama hver útfærslan verði þá sé hún tæknilega ómöguleg. Fyrir þessu eru týnd ýmis konar rök. Því skal sagt hér: það er enginn tæknilegur ómöguleiki við að reisa skorður gegn klámi. Rafræn skilríki eru útbreidd og aðgengileg á Íslandi og auðveld leið fyrir klámsíður til að sannreyna aldur notenda sinna. Viðurlög gagnvart klámsíðum sem ekki uppfylla þessi skilyrði geta verið sektir og ef þær skila ekki árangri er hægt að loka á síðurnar þar til úrbætur hafa verið gerðar. Flestir sem tala um tæknilegan ómöguleika eru í raun að viðra þá skoðun sína að hömlur á klám séu pólitískt ómögulegar, sem er sannarlega gild skoðun. Með þessu er ekki sagt að það sé engum vandkvæðum háð að sporna gegn aðgengi klámiðnaðarins að börnum. Ísland yrði fyrsta landið í heimi til að hrinda slíkri stefnu í framkvæmd og henni munu fylgja margvíslegar áskoranir, ekki síst með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og söfnunar og öryggis persónugreinanlegra gagna. Þetta eru atriði sem þarf að fara vandlega yfir og hugsanlega hanna nýjar lausnir. En að telja betur heima setið en ef stað farið er fyrst og fremst pólitísk afstaða, ekki tæknileg. Vissulega þarf kjark og þor til að rísa upp til varnar börnum gegn ágengum iðnaði sem veltir gríðarlegum fjármunum. Það er líka alltaf snúið vega saman ólíka verndarhagsmuni, í þessu tilfelli hagsmuni barna gegn hagsmunum fullorðinna klámnotenda. En að velja að gera ekkert andspænis þessum veruleika barna er líka afdrifarík ákvörðun. Vonandi er stundin runnin upp. Höfundur er baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi og fyrrum ráðgjafi ríkisstjórnar í jafnréttismálum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun