Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir og Árni Sæberg skrifa 26. nóvember 2021 23:28 Rósa Björk Brynjólfsdóttir er ein þeirra sem misstu sæti sitt eftir endurtalningu. Stöð 2/Egill Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Alþingi staðfesti í gærkvöldi kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar, líkt og var til að mynda vilji þriggja frambjóðenda í kosningunum sem kærðu framkvæmdina í haust. Tvö þeirra misstu sæti sitt eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi en málið hefur hvílt þungt á þeim síðustu vikur. „Vonbrigðin eru kannski búin að vera að byggjast upp til lengri tíma þannig þau voru ekkert sérstaklega sár. Þetta hefur verið fyrirséð og viðbúið og farið að láta í skína. Ég held að þetta hafi verið niðurstaðan sem var lagt upp með í upphafi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. „Það voru vonbrigði að sjá að forsætisráðherra staðfesti endurtalninguna sem er ólögmæt. Það voru sérstök vonbrigði en ég var líka gríðarlega ánægð með að sjá að sextán þingmenn stóðu með uppkosningu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingar. Hún segir ferlið allt hafa verið eins og lestarslys í hægri endursýningu. Traustið sé rofið Guðmundur hefur þegar boðað að hann hyggist fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kærufrestur er sex mánuðir. „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að etta muni hafa áhrif á það hvernig við umgöngumst, hvernig við framkvæmum og hvernig við lítum á kosningar. Ég meina traustið er rofið. Við horfum allt öðruvísi á þessa framkvæmd og ksoningar heldur en við gerðum áður,“ segir hann. „Ólögmæta þingið“ Frambjóðandi Pírata segir það vel geta verið að hann muni einnig kæra til mannréttindadómstólsins. Hann telur allar líkur á að málið vinnist þar, með slæmum afleiðingum fyrir orðspor Íslendinga. „Ég er ákaflega hryggur yfir þessari niðurstöðu. Ég tel að almenningur beri nú minna traust til stjórnvalda en áður var,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata. „Þetta er 152. löggjafarþing okkar Íslendinga og ég tel að þessa þings verði minnst með þeim hætti að þetta verði ólögmæta þingið,“ bætir hann við að lokum.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira