Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 10:26 Um 120 þúsund eru bólusettir á degi hverjum í Suður-Afríku. Yfirvöld þar hafa sett sér það markmið að bólusetja um 300 þúsund á dag. AP/Denis Farrell Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Rudo Mathivha, yfirmaður gjörgæslu Soweto‘s Baragwanath sjúkrahússins í Suður-Afríku, sagði á blaðamannafundi að töluverð breyting hafi orðið á þeim sjúklingum sem hafi þurft að leggja inn á gjörgæslu. Ungt fólk væri að koma á sjúkrahús með aukin einkenni. Hún sagði flesta vera óbólusetta og hinir hefðu bara fengið einn skammt. „Ég óttast það að þegar smituðum fjölgar muni heilbrigðiskerfið ekki ráða við álagið,“ sagði Mathivha samkvæmt AP fréttaveitunni. Hún sagði nauðsynlegt að fjölga gjörgæslurýmum í Suður-Afríku. Fréttaveitan segir háskólanemendur í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku, hafa greinst smitaða af Ómíkron-afbrigðinu og að vísindamenn í Suður-Afríku áætli að um 90 prósent nýsmitaðra í landinu hafi smitast af því afbrigði. Þá gefa bráðabirgðarannsóknir til kynn að hver sem smitist af afbrigðinu sé líklegur til að smita tvo aðra. Mikið stökkbreytt afbrigði Ómíkron-afbrigðið var fyrst tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar þann 24. nóvember. Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna. Hingað til hefur afbrigðið einnig greinst í Botsvana, Belgíu, Hong Kong og Ísrael, samkvæmt frétt BBC. Þar að auki greindist einn smitaður af Ómíkron-afbrigðinu í Þýskalandi í morgun. „Við höfum gífurlegar áhyggjur af þessum vírus,“ sagði prófessorinn Willem Hanekom, sem stýrir Heilbrigðisrannsóknarstofnun Afríku, við AP. Hann sagði Ómíkron-afbrigðið að mestu hafa greinst í Gauteng-héraði Suður-Afríku en vísendingar væru uppi um að það væri búið að dreifast um allt landið. Hanekom sagði nauðsynlegt að afla mikilla upplýsinga sem fyrst. Enn sé til að mynda ekki vitað hve alvarlegum veikindum afbrigðið valdi.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36
149 greindust með Covid-19 í gær 149 greindust með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 92 fullbólusettir og 57 óbólusettir. 26. nóvember 2021 11:00
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58