Ekki fara til útlanda Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 15:00 Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þú flýgur til fjarlægra landa til þess að uppgötva heiminn og um leið þig sjálfan. Þú kemst að því að tilfinning afmarkast hvorki við tíma né stað. Þú áttar þig á því að flugvélar rúma ekki þúsund hjörtu. Þú sérð að vængir þarfnast viðgerða rétt eins og draumar um betra líf. Þú fattar að öryggisbeltið mun aldrei beisla eftirsjánna. Til þess að takast á loft þarf meira en hálfan bensíntank. Þú skilur að í hverjum einasta jarðveg er dæld og veðurpsáin gerir alltaf ráð fyrir skekkju. Þú fattar að sá sem þú elskar deyr aldrei. Þú sérð að holan innra með þér getur stækkað og minnkað á víxl en gufar aldrei upp. Þú finnur að þyngdaraflið hrindir þér alltaf í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvað þú setur í ferðatöskuna svo lengi sem þú hefur þrek til að draga hana á eftir þér. Í dag sveifla fæturnir fram og til baka í skíðalyftu. Á morgun límist sveitt bakið við sólarbekk. Í dag gleymirðu að fara í sturtu og á morgun skiptir ekki máli hversu lengi þú fiktar í ofninum því þér hættir aldrei að vera kalt. Í dag og á morgun munu vindarnir blása og sólin ylja. Það er auðvelt að pakka í tösku. Það er auðvelt að panta sér miða. Það er auðvelt að fljúga í burtu. Það er mun erfiðara að lenda á stöðugri grundu, standandi á báðum fótum. Höfundur býr í útlöndum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun