Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2021 15:48 Búið er að ráðleggja fólki ekki að ferðast til svokallaðra hááhættusvæða, sem eru í sunnanverðri Afríku. Vísir/Vilhelm Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. „Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eða með sögu um fyrri sýkingu af Covid-19,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Til hááhættusvæða teljast Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka. Sóttvarnalæknir hefur einnig gefið út tilmæli þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast ekki til þessara landa, óháð bólusetningarstöðu eða sögu um fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Reglurnar, sem finna má hér, taka gildi frá og með 28. nóvember (á morgun). Þar að auki má sjá minnisblað sóttvarnalæknis hér. Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31 Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
„Þetta gildir um alla sem dvalið hafa á hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eða með sögu um fyrri sýkingu af Covid-19,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu. Til hááhættusvæða teljast Botsvana, Esvatíní, Lesótó, Mósambík, Namibía, Simbabve og Suður-Afríka. Sóttvarnalæknir hefur einnig gefið út tilmæli þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast ekki til þessara landa, óháð bólusetningarstöðu eða sögu um fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Reglurnar, sem finna má hér, taka gildi frá og með 28. nóvember (á morgun). Þar að auki má sjá minnisblað sóttvarnalæknis hér. Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar.
Forskráning: Skylt er að fylla út rafrænt eyðublað fyrir komuna til landsins þar sem fram koma m.a. upplýsingar um hvar viðkomandi hefur dvalið og hvar hann mun dvelja í sóttkví á Íslandi. Forskráning fer fram á vefnum covid.is. Covid-próf fyrir byrðingu: Við byrðingu erlendis ber að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi, annað hvort PCR-prófi eða mótefnavakaprófi (antigen-hraðprófi) sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Þau sem geta framvísað gildu vottorði sem sýnir að 14-180 dagar eru liðnir frá COVID-19 sýkingu eru undanþegin þessari skyldu, einnig börn fædd 2016 og síðar og sömuleiðis fólk sem er búsett á Íslandi eða hefur hér tengslanet. Við komuna til Íslands: Allir sem koma frá hááhættusvæði, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og óháð aldri, fara í PCR-próf við komuna til landsins og dvelja svo í fimm daga í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi. Eins og fram kemur í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis er talin hætta á því að Ómíkron; hið nýja afbrigði kórónaveirunnar, sé meira smitandi en delta-afbrigði veirunnar, valdi hugsanlega alvarlegri sýkingu og að bóluefni sem gefin hafa verið veiti ekki jafnmikla vörn fyrir þessu stökkbreytta afbrigði veirunnar og öðrum þekktum afbrigðum. Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur því hvatt aðildarþjóðir til að bregðast við með framangreindum aðgerðum meðan verið er að kanna betur eiginleika veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31 Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20 Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. 27. nóvember 2021 13:31
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. 27. nóvember 2021 12:20
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. 27. nóvember 2021 11:07