Sorphirða Jónas Elíasson skrifar 28. nóvember 2021 20:00 Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Sorpa Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í langan tíma hefur Reykjavík klúðrað sorphirðumálum sínum rækilega . Molta úr sex milljarða verksmiðju Sorpu er of mikið menguð af þungmálmum. Allt að tuttugu sinnum meira magn þungmálma er í moltu frá Sorpu en staðlar segja til um (Stundin 29. ágúst 2021 12:00). Svona efnasamsetning liggur í augum uppi ef haft er fyrir því að rannsaka sorpið og efna-greina nægilega, en einhvernvegin hefur það farist fyrir. Moltunarstöðin hefur verið tekin úr notkun og opinbera skýringin er að hún hafi myglað (Viðskiptablaðið, miðvikudagur, 24. nóvember 2021; frétt Rúv 15.09.2021 - 12:55; Kjarninn 21. september 2021, kl. 17:00; Mygluð Sorpa eftir Jóhann S. Bogason). Sorpbrennsla, með og án rakaútblásturs Moltunarstöð Sorpu GAJA átti að kom í staðin fyrir sorpbrennslustöð, sem fram að þessu hefur verið bannað að byggja. Sorpbrennsla er notuð til orkuframleiðslu allsstaðar erlendis svo það er náttúrulega út í hött að banna sorpbrennslu hér af umhverfisástæðum. Sorp-brennsla til húshitunar og orkuframleiðslu þekktist t.d. á Klaustri og í Eyjum. Þeim stöðvum þurfti að loka þegar ekki tókst að mæta svokölluðu díoxínvandamáli, sem ekki skal farið nánar út í. Nú er sorpinu keyrt með dísiltrukkum til Rvk, því svo siglt með skipum til Danmerkur og víðar til brennslu. Síðast þegar ég kíkti á kostnað við svona flutninga kostaði það svipað að koma einu tonni frá Sauðárkróki til Rvk eins og frá Hamborg til Santiago í Chile. Svipað er væntanlega uppi á teningnum varðandi flutninga á sorpi. Nú er loksins búið að ákveða að byggja sorpbrennslu (Fréttablaðið í dag 24.11. 2021. ). Komissar verksins er Líf Magneudóttir formaður stjórnar Sorpu. Hún segir að brennsluofn fyrir 100.000 tonn kosti 20 - 30 milljónir króna. En hún er í vandræðum með staðarvalið. Það fæst enginn almennilegur sorpbrennsluofn handa Rvk fyrir þessa upphæð. Auk þess ætti hann að vera fyrir 200.000 tonn. Nútíma sorpbrennsla er þriggja þrepa ferli þar sem lokaþrepið er brennsla við svo háann hita að málmar brenna. Svona sorpbrennslustöð mundi skila 30 - 50 MW af varmaorku og hana þarf að nýta, annað væri óráð. Reykurinn er þá algerlega laus við mengunarefni, þ.á.m. lykt. Slagginn sem eftir verður er hinsvegar mengaður af þungmálmum. Hann er ekki hægt að nota nema í steypu. Erlendis er hann vinsælasta efnið í léttsteypu, sem alveg má nota hér eftir að farið var að einangra hús að utan. Sorpbrennslustöð í Árósum í Danmörku. Staðarvalið þarf að vera þar sem hitinn nýtist í hitaveitu. Einn slíkur staður sem gæti nýtt hitann er Kjalarnes, þá yrði sorpbrennslan á Álfsnesi, staðarvals-vandinn er ekki stærri en þetta. Þeir sem finnst þetta of nálægt byggð geta skroppið til Kaupmannahafnar og horft á sorpbrennslu-stöðvarnar þar. Þær eru inni í miðju þéttbýli í Amager og Glostrup. En Rvk getur klúðrað þessu máli í botn. Það er hægt með því að fara með stöðina eitthvað upp í fjöll þar sem skaðlaus reykurinn sést ekki, en fíngerður slagginn dreifist út í veður og vind í rokinu og ber kvikasilfur, cadmium og aðra þungmálma út um allt. En þá væri ástæða til að reka einhvern eins og gert var þegar GAJA, sem nú er verðlaus, hækkaði úr 4 milljörðum í 6. Höfundur er fyrrverandi prófessor .
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun