Viðbrunnar kosningar Indriði Stefánsson skrifar 29. nóvember 2021 09:30 Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar grauturinn brennur við er sama hverju við hann er bætt, hann er ónýtur og annað hvort verður að byrja upp á nýtt og vanda sig betur eða borða graut með brunabragði. Það hljóta allir að vera sammála um að framkvæmd talningar í Borgarnesi var fráleit. Lítið er um bókanir í gerðarbók, varðveisla kjörgagna var ófullnægjandi, umboðsmenn höfðu takmarkaða aðkomu og margt fleira. Það voru bókstaflega framin lögbrot. Kannski sýnir niðurstaðan vilja kjósenda - en við getum ekki fullvissað okkur um það. Enginn veit hverjar lokatölurnar úr kjördæminu eru. Eins og viðbrunninnin grautur bragðast illa, skilja niðurstöður kosninga sem byggja á ónýtri framkvæmd eftir óbragð í munni. Þegar grauturinn brennur við verður það stundum viðleitni að reyna að bjarga málinu. Ef strax er hafist handa við að einangra viðbrunna hlutann og tryggja að það verði ekki samblöndun getur það heppnast. Það var að sjálfsögðu það sem átti að gerast. Þegar lá fyrir að mistök urðu og atkvæðin mögulega rangt talin átti að einangra vandann og tryggja að hann eitraði ekki alla niðurstöðuna úr Norðvesturkjördæmi. En viðbrögðin voru alls ekki til þess fallin að einangra vandann. Reyndar voru þau frekar til að auka á hann, ef eitthvað er. Margfalt betra hefði verið að tryggja heilindi ferlisins í samráði við alla aðila. En það var ekki gert og fyrir vikið er niðurstaðan viðbrunnin, þar sem öllu hefur verið blandað saman. Engin leið að skilja á milli þess sem er rétt gert, þess sem er rangt gert né hvaða áhrif það hafði að gera hlutina rangt. Nú er búið að reyna ýmislegt, hræra inn alls konar lögræðiálitum, krydda með túlkunum á kosningalögum og ýmsu fleiru. Ekkert af þessu leysir hins vegar vandann. Að bæta einhverju við viðbrunna niðurstöðu breytir engu, hún er ennþá viðbrunnin. Eina raunverulega lausnin er að átta sig á hvers vegna allt brann við, leysa úr því vandamáli og byrja upp á nýtt. Við Píratar lögðum þá lausn til en henni var hafnað. Við studdum og lögðum til aðrar lausnir sem gengu skemmra til að minnka skaðann en þeim var líka hafnað. Nú liggur fyrir að viðbrunninn grauturinn er kominn á borðið og verður á boðstólnum fram að næstu kosningum. Ekki spá of mikið í svörtu flyksunum, þær eru sennilega rúsínur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun