Drungalegt yfir Skálholtskirkju og kirkjuklukkurnar þagnaðar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 21:48 Ómáluð Skálholtsdómkirkja en það stendur þó allt til bóta á nýju ári. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er hálf drungalegt í Skálholti þessa dagana í skammdeginu því kirkjan er ómáluð og kirkjuklukkur kirkjunnar eru þagnaðar. Það horfir þó til bjartari tíma næsta vor þegar kirkjan verður máluð og nýjar kirkjuklukkur verða settar upp, auk nýs þaks á kirkjuna. Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri. Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Það er mjög sérstakt að koma í Skálholt og sjá glæsilegu kirkjuna á staðnum svona drungaleg og ómálaða eins og raun ber vitni. Öll málningin var smúluð af kirkjunni í haust og verður hún máluð upp á nýtt næsta vor. Þá stendur til að skipta um þak kirkjunnar og verða nýjar steinhellur frá Noregi settar á þakið. En mál málanna í Skálholti eru kirkjuklukkurnar uppi í turni en þær hafa nú verið teknar niður af klukkusmið frá Danmörku, sem mun sjá um viðgerð á klukkunum. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum en það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum. „Já, það á að endurnýja hér allt, grindurnar líka, sem þær hanga í og verið er að steypa nýja klukku fyrir þá dönsku, sem brotnaði. Hún kemur hingað en þetta er allt saman kostað af Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju. Þetta er mikil framkvæmd, sérstaklega vandasamt í sambandi við nýju klukkuna og hvernig hún á að líta út. Við erum búin að finna réttan tón, sem er ekki alveg sjálfgefið og svo settum við á hana áletrun úr Jeseya um að orð guðs varir að eilífu, höfðum það á latínu, svo allir myndu skilja það,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. En hversu mikilvægt er að kirkjuklukkur hljómi vel? „Það er bara mjög mikilvægt því annars kemur fólk ekki til messu,“ segir Kristján. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti innan um kirkjuklukkurnar í turni kirkjunnar. Klukkum í turninum verður ekki hringt aftur fyrr en næsta vorMagnús Hlynur Hreiðarsson Kristján segir það mjög sérstakt að kirkjuklukkurnar í Skálholti séu þagnaðar og munu þegja næstu mánuði. Hann hefur helst áhyggjur af því að hann sjálfur gleymi að mæta í messur þegar engar klukkur eru til að minna sig á að mæta. Hann segir að mögulega verði jólin hringdi inn með kirkjuklukku frá 12. öld, sem er inn í kirkjunni sjálfri.
Bláskógabyggð Trúmál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira